Skinfaxi - 01.06.1970, Page 19
öflunarleiðir hennar brugðust að meira
eða minna leyti.
Stjórnarmennimir lögðu af mörkum
feikna mikla vinnu til að afla fjár til starf-
semi deildarinnar, án þess að geta glaðzt
yfir því að loknu starfsári að hafa leyst
vandamálið að fullu. Við næsta stjómar-
kjör gáfu svo 2 af 5 stjórnarmönnum
ekki kost á sér til endurkjörs. Þeir voru
búnir að fá nóg.
Það þyrfti því engan að undra þótt
þes'si deild félagsins myndi einn góðan
veðurdag vanta fólk til þess að standa
í þessu eilífa stappi, aðeins fyrir ánægj-
una eina, og þurfa sífellt að vera að
sníkja hjá einum en svíkja annan til þess
að einhverjir þeim óviðkomandi geti
stundað íþróttir sér til heilsubótar og
ánægju.
Sjálfboðastarf er ágætt og mikið innan
íþróttahreyfingarinnar og unnið af mik-
illi óeigingirni, enda má með sanni segja,
að á því hyggi hreyfingin tilvem sína.
En menn þreytast á því að leggja fram
tíma sinn og krafta og jafnvel eigið fé í
vonlausri baráttu við fjárhagsdrauginn.
Þeir skilja þetta bezt, sem staðið hafa í
Fjölmörg ný íþrótta-
hús hafa veriS reist við
skóla landsins á und-
anförnum árum. En
íþróttaféiögunum er
ofviða að greiða þá
húsaleigu, sem krafizt
er fyrir æfingar á þeim
tíma, sem skólamir
burfa ekki að nota
húsin.
vandamáli leyfa mér að birta helztu nið-
urstöðutölur rekstrarreiknings deildar
eins íþróttafélags, hvers reikningar mér
hafa verið sendir.
Umrædd deild starfaði allt árið og
voru æfinga og kennslustundir á henn-
ar vegum um 1500 það árið. í skýrslu
stjórnarinnar kom fram, að hún taldi
aðsókn á æfingarnar hafa verið mjög
góða, og stundum svo mikla að ekki hafi
verið hægt að sinna öllum, sem komu og
vildu æfa.
Kostnaður deildarinnar vegna kennslu
og húsnæðis nam um 300 þús. og skipt-
ist hann nokkurn veginn að jöfnu. Annar
kostnaður varð um 90 þús. en þar í var
þó enginn stjórnarkostnaður, engin risna
né kostnaður við stjómarfundi, sem þó
urðu alls 45 á árinu. Upp í þennan kostn-
að hafði deildin um 85 þús. í gjöldum
frá meðlimum, 50 þús. frá velunnurum
og um 60 þús. kr. styrk frá opinberum
aðilum.
Stjórn deildarinnar varð því að útvega
tæpar 200 þús. á annan hátt til þess að
deildin væri rekin hallalaust. Að þessu
sinni tókst það ekki, þar sem ýmsar fjár-
SKINFAXI
19