Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1971, Side 3

Skinfaxi - 01.02.1971, Side 3
Öb'o Ski Tímarit Ungmennafélags íslands — LXII. árgangur — 1. hefti — 1971 — Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju, hvert 32 síður. LANDSMÓTSÁR Árið 1971, sem nú er gengið í garð, er landsmótsár, og eins og jafnan endranær fara þá straumar starfsorku og kapps um ung- mennafélagshreyfinguna. Dagana 11. og 12. júlí í sumar verður 14. landsmót UMFÍ haldið á Sauðárkróki. Ungmennafélagar um allt land búa sig undir þátttöku í mótinu, ýmist sem þátttakendur i íþróttakeppni, sýningum, margs konar dagskráratriðum eða sem almennir þátt- fakendur i þessari þjóðhátíð æskunnar á ís- landi. íþróttafólk innan vébanda UMFÍ hefur hafið markvissar æfingar með þátttöku í lands- mótinu sem höfuðmarkmið og jafnvel þátttöku > utanferð íþróttafólks að loknu landsmóti. Landsmótin hafa með réttu verið kölluð ..fjöregg ungmennafélagshreyfingarinnar", og það er nú í traustum höndum, þar sem eru forystumenn Ungmennasambands Skagafjarð- ar. Á Sauðárkróki verður boðið til glæsilegrar 'þrótta- og æskulýðshátiðar við góðar aðstæð- ur. En mörg fleiri stórmál verða á dagskrá ung- uiennafélaganna á þesu ári. Að þessu sinni h>un ég aðeins minna á tvö þeirra. Gert verður stórátak i náttúruvernd og umhverfisfegrun. Jafnframt því sem öllum fyrri þáttum land- 9raeðslustarfsins verður haldið áfram er nýtt stak framundan í samvinnu við Vegagerð ríkis- SKiNFAXI ins, en það er landgræðsla meðfram þjóðveg- um landsins, sem nánar verður skýrt frá siðar i Skinfaxa. í öðru lagi er brýn nauðsyn á því að ung- mennafélögin séu vakandi og starfandi í bar- áttunni gegn skaðnautnum og vinni ötullega með öllum aðilum, sem berjast gegn innflutn- ingi og dreifingu eiturlyfja, sem eru alvarleg ógnun við heilbrigt líf æskunnar í landinu. H. Þ. ISLAKDS

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.