Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1971, Side 10

Skinfaxi - 01.02.1971, Side 10
Sterkar rætur ungmenna- félaganna í héraðinu — Spjallað við Jóhannes Sigmundsson, form. HSK. Jóhannes Sigmundsson, bóndi og kenn- ari í Syðra-Langholti í Hrunamanna- lireppi, hefur verið formaður Skarphéð- ins s.l. 5 ár, og tók hann við forystunni af Sigurði Greipssyni. Skinfaxi náði tali af Jóhannesi nýlega og var hann þá í miklum önnum við að undirbúa næsta ársþing HSK ásamt Hirti Jóhannssyni, ritara sambandsins. Fyrsta spurningin, sem beint er til formanns Skarphéðins, hlýtur að verða þannig: — Hvers vegna hefur HSK um árabil sýnt betri árangur og unnið öflugra starf en önnur héraðssambönd? — Ástæðurnar eru náttúrlega margar, og ég skal nefna nokkrar. Hér á sam- bandssvæðinu er mikið af ungu fólki. Flótti unga fólksins úr sveitunum hefur bitnað meira á flestum öðrum héruðum en okkar. Skipulögð og reglubundin starf- semi ungmennafélaganna á sér langa sögu og margar hefðir í héraðinu, t. d. árleg íþróttamót einstakra félaga, íþrótta- kennsla o. fl. Hér hafa verið traustir for- ystumenn í félagsmálum ungs fólks og íþróttamálum. Má í þeim efnum sérstak- lega geta um Iþróttaskólann í Haukadal og allt starf Sigurðar Greipssonar og einnig um starf Þóris Þorgeirssonar bæði við skólana á Laugarvatni og eins beint innan HSK, en Þórir hefur verið hinn íþróttalegi leiðtogi HSK í áratugi. Að- staða til íþróttaiðkana hefur tæpast verið betri hér en annars staðar, nema hvað sundaðstaða hefur víða verið allgóð. En að síðustu má geta þess, að ungmenna- félagshreyfingin er mjög rótgróin í hér- aðinu og á sterk ítök í fólki á öllum aldri. Nær allt forystufólk í samtökum bænda, skólamálum, sveitastjórnum og öðrum samtökum og stofnunum hefur einmitt fengið sína félagslegu þjálfun í ung- mennafélögunum og verið þar í forystu. Þetta fólk kann að meta gildi félaganna fvrir sveitirnar og héraðið og styður þau. — Hvers vegna er sambandssvæðið svona stórt? — Suðurland hefur lengi verið ein félagsheild á mörgum sviðum. Búnaðar- samband Suðurlands, Mjólkurbú Flóa- manna og fleiri samtök ná yfir Ámes- og Rangárvallasýslur og reyndar V-Skafta- fellssýslu líka. Samgöngur eru greiðari en í mörgum öðrum héruðum og samskipti mikil og sjálfsögð. Á HSK-svæðinu eru bæði þorp og sveitir, og teljum við það síður en svo ókost fyrir sambandið. Að- stöðumunur er auðvitað nokkur hjá fé- 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.