Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1971, Page 13

Skinfaxi - 01.10.1971, Page 13
Hafsteinn Þorvaldsson, form. UMFÍ.: I ÁVARP við setningu 14. landsmóts I UMFÍ Góðir landsmótsgestir. Ágæta íþrótta- fólk og starfsmenn. Heiðraða forusta bæjarmála á Sauðárkróki. Virðulegu heið- ursgestir: Árni Guðmundsson og frú, Niels Ibsen og frú, Jón Þorsteinsson og frú. Fyrir hönd Ungmennafélags íslands og okkur öll, er gistum þennan stað lands- mótsdagana, flyt ég gestgjöfum okkar, Sauðárkróksbúum og Skagfirðingum öll- um, árnaðaróskir í tilefni 100 ára afmælis kaupstaðarins. Vöxtur, framtak, og framfarir, eru áberandi aðalsmerki Sauðárkróks. — Megi skagfirzkar byggðir blómgast og eflast um ókomin ár í samræmi við hina öru uppbyggingu kaupstaðarins. 14. landsmót Ungmennafélags Islands er að hefjast. íþróttaæska hinna dreifðu byggða kemur hér saman til fjölbreyttari ke])pni en nokkru sinni fyrr og mun í ríkum mæli í leik og starfi njóta þeirrar glæsilegu aðstöðu sem hér hefur verið komið upp af einstakri framsýni og dugnaði á ótrúlega skömmum tíma. Þakkir ber að færa öllum þeim aðilum sem hér hafa unnið að gerð og fram- kvæmd þessara glæsilegu íþróttamann- virkja. 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Æska vor mun vígja þessi mannvirki nú á þessu móti. Megi hinn sanni íþrótta- andi svífa yfir öllu okkar starfi og glæsi- leg afrek vinnast í drengilegum leik. — Þakkir skulu færðar landsmótsnefnd og stjórn Ungmennasambands Skaga- fjarðar, svo og starfsmönnum nefndra aðila, fyrir frábært undirbúningsstarf að framkvæmd mótsins. Ungmennafélögin setja nú markið hátt og stöðugt hærra frá einu móti til annars. — Þrotlaust undirbúningsstarf undan- farandi mánaða og ára verður nú leyst úr læðingi og gerð á því eins konar út- tekt. Gerum þennan glæsilega vettvang íþróttalegrar aðstöðu að lifandi vitnis- burði um atgjörvi ungmennafélaganna á íslandi í dag. Ferðalag að Sauðárkróki er að baki og geymir margar minningar, tjaldbúðir keppenda og annarra mótsgesta hafa risið á borgarmörkum Sauðárkróks, glæsi- legri en nokkru sinni fyrr, þátttökusveitir úr flestum byggðarlögum landsins eru komnar til leiks, vel íþróttum búnar, und- ir merkjum sinna félaga og héraða. Glæsi- legir fulltrúar sinnar heimabyggðar á þessari þjóðhátíð æskunnar á íslandi. — "■■'111111111111111111111111111111,1111,1 mii,,iii,,,,iiii,i,,,,i,,,iiiI|,i,iiI|III|I||I|Ii|I|Im,,,iiiimmiiimummiiuiuimuimiiiihmnmi iiiiiII,,IIIi,iIII,,III,,IIi,,,i SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.