Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1971, Qupperneq 29

Skinfaxi - 01.10.1971, Qupperneq 29
!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIimillltlMlllllllllllllllllllllllllÍlilllllllÍlllHIIIIIIÍIIIIIIIIIIiillllllllllÍllllllliÍllllllllÍIIII<HlllilÍÍfllÍIIIÍÍI<llHlllllli 1 Skemmtileg frjálsíþróttakeppni | UTANBÆJARFÓLKIÐ SIGRAÐI Úrvalslið Reykvíkinga í frjálsum íþrótt- um háði keppni við iið utanbæjarmanna dagana 11. og 12. september síðastliðinn. Var þetta eitt fjölmennasa og skemmileg- atsa frjálsíþróttamót sumarsins, en sex keppendur voru i hverri grein, þrír frá hvorum aðila. Lið utanbæjarmanna var skipað 55 íþróttamönnum og konum úr 15 héraðssamböndum og tveim iþrótta- bandalögum og má af því ráða hve erfitt er að ná slíku liði saman, enda var nokk- uð um forföll. Af þessum 55 iþróttamönn- um voru 50 úr röðum ungmennafélaganna, 2 frá Vestmannaeyjum og 3 frá Akureyri. Þetta var harðsnúið lið og baráttugiatt, enda fór svo að Reykvíkingar, þrátt íyrir alla sina landsliðsmenn, höfðu enga möguleika gegn þessu liði og lokastiga- UMSK-stúlkurnar kepptu fyrir „Landið“ i 4x100 m. boðhlaupi og sigruðu á nýju ís- landsmeti. Frá vinstri: Kristin Björnsdóttir, Hafdís Ingimarsdóttir, Jensey Sigurðardóttir og Kristín Jónsdóttir. talan varð Reykjavik 288 og landið 299. Þrátt fyrir það að í liði landsins voru for- fallaðir 6 kappar. Þau Sif Haraldsdóttir, Sigurþór Hjörleifsson og Jón Pétursson frá HSH, Páll Dagbjartsson frá HSÞ, og slæmt flugveður varð þess valdandi að Þorvaldur Ben. komst ekki frá Vest- mannaeyjum og Skarþhéðinn Larsen frá USÚ kom of seint til keppni. Við sem störfum að framgangi íþróttanna úti á landsbyggðinni getum glaðst yfir þessum árangri og margt lært af þessari keppni. í karlaliði utanbæjarmanna var aðeins einn landsliðsmaður og var þvi fyrirfram búizt við yfirburða sigri Reykjavikur i karlagreinum, en það fór öSruvísi, keppn- in varð miklu jafnari en menn bjuggust við og stigin urðu Reykjavík 203, landið 166, eða rúmlega 30 stiga munur. í kvennagreinum komu Reykjavikur- dömurnar hinsvegar mjög á óvart og stór- bættu sinn fyrri árangur í mörgum grein- um. Raunar má segja að mót þetta hafi veiið merkilegt fyrir það hve margir bættu sinn fyrri árangur, t. d. voru sett tvö íslandsmet, 12 héraðsmet og i 34 til- fellum bættu menn sinn fyrri árangur. Þetta á að sjálfsögðu sína skýringu, t. d. hin góða aðstaða til keppni á Laugardals- vellinum, sem utanbæjarfólkið nýtur mjög sjaldan. Mót þetta var í alla staði vel heppnað og ánægjulegt, enda stærsta frjálsíþrótta- mót sumarsins að landsmótinu undan- SKINFAXI 29

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.