Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1971, Side 43

Skinfaxi - 01.10.1971, Side 43
ERTU í ÆFINGU? Athugaðu púlsinn, þá færðu svarið Nú þegar augu fjölda fólks eru að opnast fyrir því hversu heilnæmt það er að hreyfa sig, vil ég benda ykkur öllum á mjög einfalda aðferð til að mæla þol ykkar og ásigkomulag mikilvægasta vöðva líkamans, hjartans. Áratugum saman hafa íþróttamenn vit- að, að þeir geta nokkurn veginn gengið úr skugga um æfingu þá, sem þeir eru í, með reglulegum mælingum á þyngd sinni og athugunum á púlsinum — þeir telja hve hár hann er. Púlsinn gefur þýð- ingarmiklar upplýsingar um, hvernig hjartað starfar og segir okkur óbeint frá því í hvernig þjálfun — æfingu — við erum. Fullorðinn maður, sem ekkert æfir og ekki ])arf að leggja af mörkum líkamlegt erfiði við vinnu sína, eða þá mjög lítið, hefur liggjandi í hvíldarstöðu 60—80 pulsslög á mín. Verkamaður, sem vinnur erfiða vinnu en æfir ekkert þar fyrir utan, hefur nokkuð lægri púls, eða um 50—60 slög á mín. Þeir, sem æfa íþróttir, hafa oftast mun lægri púls, eða undir 50 slög- um, og þeir, sem allra bezt eru æfðir, eru með um 40 slög eða minna. Fyrir kemur að menn hafi púls, sem ekki mælist nema 35 slög eða jafnvel minna, án þess að verða fvrir óþægindum af því, en það eru vfirleitt mjög vel og langæfðir menn. Allar æfingar verður að byggja þannig upp . . . SKINFAXI 43

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.