Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1976, Side 4

Skinfaxi - 01.12.1976, Side 4
Skákþingi UMFÍ 1976 lauk með sigri sveitar UÍA sem þar með batt enda á langa sigurgöngu UMSK í þessari íþróttagrein. Sjá frétt á bls. 18. Þrastaskógur er að verða vinsæll og friðsæll útiskemmti- staður þar sem fólk á öllum aldri getur notið útivistar í fögru umhverfi. Sjá grein á bls. 19. Fyrir rúmum 60 árum keppti Sigurjón Pétursson í grísk-rómverskum fangbrögðum á Ólympíuleikunum. Hann náði frábær- um árangri í mörgum hörðum bardaga. Sjá frásögn á bls. 24—31. F orsíðumyndin er sett saman á nokkuð sérstæðan hátt, en ekki fer það fram hjá neinum að hér er fimleikamaður að fremja kúnstir sínar á svifrá. Við vonum að islenskir fimleikamenn eigi eftir að sækja fram á við í áhaldafimleikum sem vissulega er tilkomumikil íþrótta- grein. Kveðjur Þegar ég nú með þessu blaði læt af störfum við Skinfaxa, vil ég þakka öll- um þeim sem lagt hafa blaðinu lið meðan ég hef séð um ritstjórn þess. Ég hef að vísu alltaf óskað þess að fleiri létu sig málgagn ungmennafé- laganna varða, því að ritið þarfnast þess vissulega. Úr þvi rætist vonandi með nýju fólki og nýjum kröftum. Ég óska Skinfaxa og starfsmönnum hans í framtíðinni allra heilla og góðs árangurs í hinu margþætta menning- arstarfi ungmennafélaganna. Eysteinn Þorvaldsson. Efnisyfirlitið Lesendur Skinfaxa athugi, að efnis- yfirlit 67. árgangs, sem lýkur með þessu hefti, fylgir þessu hefti en kem- ur ekki eftir á eins og verið hefur undanfarin ár. 4 SKINFAX

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.