Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1976, Síða 10

Skinfaxi - 01.12.1976, Síða 10
keppti í 3. deild í ár. Frjálsar iþróttir eru líka alltaf mikið iðkaðar, og við eigum ágætt íþróttafólk á því sviði. Að sjálfsögðu höldum við héraðsmót og einnig sérstakt unglingamót til að fylgja eftir skólakeppni á veturna, og það er mjög ánægjulegt að sjá þann áhuga sem unglingarnir sýna þessum málum. Ekki má gleyma að minnast á sund- ið. Sundlaugar eru margar í héraðinu, en því miður er iðkun sunds og árang- ur í því ekki í samræmi við þá góðu aðstöðu sem við höfum. Þar er því ekki til neinna stórra afreka að telja, en þó vil ég geta þess að hríseyingar hafa staðið sig best í sundinu hér í héraðinu undanfarin ár og borið hæstan hlut á héraðsmótinu enda þótt sundað- staða sé þar lakari en víðast annars staðar. En þarna er áhugi á þessari íþrótt og árangur hríseyinga eftir því. — Telurðu vera almennan íþrótta- áhuga í Eyjafirði? Skák er meðal keppn- isgreina á skólamóti UMSE í íþróttum, og er myndin tekin í einni slíkri keppni. — Já, hiklaust. Ég á eftir að geta um eina íþróttagrein sem nær ein- göngu er stunduð á Dalvík og ná- grenni, en það er skíðaiþróttin. Á Dal- vík er komin nokkur aðstaða til skíða- iðkana í Böggvistaðafjalli, og hún mun enn batna á næstunni með tilkomu skíðalyftu. Ég er þess fullviss að áhugi á iþrótt- um mun fara vaxandi á komandi ár- um, og það er einkum vegna þess að ungt fólk veit að næsta landsmót verð- ur haldið hér í héraðinu, og það eykur áhuga og metnað heimamanna. — Hvernig gengur að afla fjár til starfsemi sambandsins? — UMSE nýtur góðs stuðnings sveitarfélaganna í sýslunni. Þetta ger- ir okkur kleift að hafa fastan starfs- mann sem aftur á móti vinnur að frek- ari fjáröflun fyrir sambandið ásamt fjölþættu starfi að öðrum þáttum. Meðal fjáröflunarleiða eru auglýsing- ar í Ársriti UMSE, árleg jólavörusala 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.