Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1976, Qupperneq 11

Skinfaxi - 01.12.1976, Qupperneq 11
og blaðabingó sem við tókum nýlega upp og er nú 2. umferð þess í gangi. Nú vil ég taka það fram að starfið innan sambandsins er miklu meira en það sem ég hef hér minnst á. Starfið í hinum einstöku félögum er mikið og víða fjölbreytt með íþróttaæfingum, samkomuhaldi, spilakvöldum, nám- skeiðshaldi o. fl. Einn þátturinn er leiklist sem er fastur liður í starfi ey- firskra ungmennafélaga. Félögin hafa gjarnan verkaskiptingu um leikstarfið þannig að oftast er eitt leikrit í gangi á hverjum vetri. — Hvernig eru framtíðarhorfurn- ar? — Síðan sú ákvörðun var tekin að næsta landsmót UMFÍ skyldi haldið í Eyjafirði, hefur starf stjórnar UMSE mjög beinst að þessu markmiði. Undir- búningsstarfið er auðvitað margþætt og það er þegar hafið. Það er mikill áhugi fyrir framgangi þessa máls í héraðinu, og við væntum þess að fjár- veitingavald ríkisins standi að sínu Þóroddur Jóhann- esson liefur iim árabil verið framkvæmdastj. og einn af ötulustu forystu- mönnum UMSE. UMSE hefur oft staðið fyrir heimsóknum í barna- og unglingaskólana á sambandssvæði sínu með bindindisfræðslu. Hér sést Hörður Zóphoniasson skólastjóri ræða við nemendur eins skólans um skaðsemi áfengis og tóbaks. leyti við lögboðnar greiðslur til fyrir- hugaðra íþróttamannvirkja sem reisa þarf fyrir landsmótið. Landsmótið gefur okkur tilefni til bjartsýni því að slíkt stórmót ýtir undir áhuga á mörgum sviðum og eyk- ur starfið innan ungmennasambands- ins. Ég vil líka geta þess að samstarfið við UMFÍ hefur verið mjög gott og ánægjulegt, og það hefur stóraukist á þessu ári bæði vegna hátíðahald- anna í tilefni þess að fyrr á árinu voru 70 ár liðin frá stofnun Umf. Ak- ureyrar og svo sérstaklega vegna landsmótsundirbúningsins. SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.