Skinfaxi - 01.12.1976, Page 13
Byggðastefna í stjórnarstarfi
Stjórnarfundir UMFÍ í öllum landsfjórðungum
Á þessu ári mun stjórn UMFÍ ná því
takmarki sínu, að halda stjórnarfundi
aðalstjórnar i öllum landsfjórðungum,
en þegar núverandi stjórnarfyrir-
komulag var upp tekið með lagatareyt-
ingu fyrir nokkrum árum átti það
meðal annars að tryggja lýðræðislegra
stjórnarfar, og gefa sem flestum
landshlutum kost á að eiga menn í
aðalstjórn samtakanna og þannig
gefa landshlutunum tækifæri til
áhrifa milliliðalaust.
Stjórnarfyrirkomulag þetta sem
ríkt hefur hálft annað kjörtímabil,
eða 3 ár, hefur þegar sannað ágæti
sitt og haft verulegt útbreiðslugildi
fyrir hreyfinguna eins og það hefur
verið í framkvæmd.
Það sem ef til vill hefur tryggt já-
kvæðan árangur þessa stjórnarfars er
hve vel hefur til tekist um dreifingu
valds í stjórnarkjöri á þingum UMFÍ
þrátt fyrir lýðræðisleg og rýmileg
ákvæði laganna um uppstillingu. í lög-
um UMFÍ segir að í kjöri til aðal-
stjórnar skuli minnst vera tveir full-
trúar úr hverju kjördæmi landsins,
þar sem héraðssamband er starfandi
og heimilt að stinga upp á fleirum.
Kjörnir eru sjö aðalmenn, og fjórir
til vara.
í dag skiptast kjörnir fulltrúar aðal-
Myndin er tekin á
fundi stjórnar UMFÍ á
Eskifirði í aprílmánuði.
Á myndinni sjást, talið
frá vinstri: Bergur
Torfason, Diðrik Har-
aldsson, Hafsteinn Þor-
valdsson, Guðjón Ingi-
mundarson, Ingólfur
Steindórsson, Ólafur
Oddsson og Bjöm Ág-
ústsson. Fundinn sat
einnig Sigurður Geir-
dal, sem tók myndina.
SKINFAXI
13