Skinfaxi - 01.12.1976, Qupperneq 14
menn og varamenn þannig milli kjör-
dæma landsins: Suðurlandskjördæmi
á 1 aðalfulltr. og 1 varafulltr. Vestur-
landskjördæmi 1 aðalfulltr. og 1 vara-
fulltr. Vestfjarðakjördæmi 1 aðalfull-
trúa, Norðurland-Vestra 1 aðalfull-
trúa, Norðurland-Eystra 1 aðalfull-
trúa og 1 varafulltrúa, Austurlands-
kjördæmi 1 aðalfulltrúa og 1 varafull-
trúa, í Reykjavíkurkjördæmi er ekki
héraðssamband.
Fundir aðalstjórnar eru venjulega
4 til 5 á ári, en þriggja manna fram-
kvæmdastjórn heldur vikulega fundi
allt árið og oftar ef þörf krefur. Er
hún skipuð tveimur stjórnarmönnum
og framkvæmdastjóra samtakanna.
Fundir aðalstjórnar eru stefnumark-
andi vinnufundir, sem standa venju-
lega frá föstudegi til sunnudags. Þar
sem fundir aðalstjórnar fara fram
hverju sinni, eru forustumenn við-
komandi héraðssambands og aðrir
framámenn félaganna, sem til næst,
boðaðir til fundar við stjórn UMFÍ.
Á þeim fundi eru málefni heima-
manna fyrst og fremst á dagskrá og
þá rætt um aðstöðu félaganna, út-
breiðslumöguleika og með hverjum
hætti höfuðstöðvarnar geti best lagt
þeim lið.
Stjórnarfundir aðalstjórnar á þessu
ári hafa verið haldnir á eftirtöldum
stöðum: Á Akureyri 16. til 18. janúar,
og var það jafnframt sérstakur há-
tíðarfundur í tilefni þess að 70 ár voru
liðin frá stofnun Ungmennaféiags Ak-
ureyrar. Á Eskifirði 2. til 4. apríl, á
Núpi í Dýrafirði 20. til 22. ágúst og á
Akureyri 22. október.
Stjórn UMFÍ og framkvæmdastjóri
þakka heimamönnum á viðkomandi
stöðum frábærar móttökur og fyrir-
greiðslu alla í sambandi við fundar-
höldin, og erum við hjá UMFÍ reynsl-
unni ríkari um málefni fjórðunganna,
sem vonandi mun auðvelda okkur
samstarfið og efla þj ónustuhlutverk
höfuðstöðvanna.
H.Þ.
Breytingin
Lagabreyting sú um skipun sam-
bandsstjórnar, sem samþykkt var á 28.
Sambandsþingi UMFÍ í Haukadal dag-
ana 23.—24. júní 1973, er svohljóðandi:
„Upphaf 6. gr. laga UMFÍ hljóði
þannig: Sambandsstjórn er skipuð sjö
mönnum, sambandsstjóra, ritara,
gjaldkera, varasambandsstjóra og
þremur meðstjórnendum. Kosning
stjórnar skal vera skrifleg. Sambands-
stjóri er kosinn sér, en aðrir stjórnar-
menn í einu lagi. Varastjórn skipa
fjórir menn, skal hún kosin í einu
lagi. Atkvæðafjöldinn ræður röð vara-
manna og skal dregið um röð þeirra,
séu atkvæði jöfn. Við stjórnarkjör skal
þess gætt að a.m.k. tveir fulltrúar séu
í kjöri frá hverju kjördæmi landsins,
þar sem héraðssambönd eru starfandi
með það í huga að jafnan sé í stjórn
einn maður úr hverjum landsfjórð-
ungi. Aðalstjórn kýs úr sínum hópi
til eins árs í senn tvo menn, er
skipi framkvæmdastjórn ásamt fram-
kvæmdastjóra. Aðalstjórn UMFÍ skal
árlega halda að minnsta kosti einn
stjórnarfund i hverjum landsfjórð-
ungi.“
14
SKINFAXI