Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1976, Page 34

Skinfaxi - 01.12.1976, Page 34
brigði og líkamsrækt. í þessum efnum varðar mestu að vilja vera með og byggja slíkar íþróttir upp á félagslegum grund- velli, og að leikgleðin fái sem best notið sin og sé ætíð i fyrirrúmi. Hér verður ekki borið við aðstöðuleysi, ef áhugi er fyrir hendi. í okkar víðáttu- mikla landi, þar sem loft, land og haf er ferskara og hreinna enn almennt gerist hjá öðrum þjóðum, má finna leiksvæði til slíkra athafna svo til hvar sem er. Hvatning míns heimafélags Umf Selfoss blasir hvarvetna við okkur sem farin eru að þyngjast og hægja á okkur, hvatning- arorðin „Hreyfðu þig hraðar!“ Það er heila málið. íþrótt þín þarf að ná því marki, að sérhver hluti hinnar flóknu vélar, sem mannslikaminn er, fari i gang, fái þjálfun. Því er á þetta minnst hér góðir hátíðar- gestir, að ég tel að þessi boðskapur hafi enn ekki náð nema takmarkaðri út- breiðslu meðal hins almenna borgara, og ég óttast að einhæfing í atvinnu manna, innivera, kyrrseta og jafnvel bílaeign sé i vaxandi mæli að draga líkamlegan þrótt úr þjóðinni, en til þess að sálin fái notið sín þarf hraustan og heilbrigðan líkama. Siðast en ekki síst tel ég að boðskapur um almenna íþróttaiðkun eigi brýnt er- indi til þjóðarinnar nú, einkum yngri kynslóðarinnar, því enga fyrirbyggjandi aðgerð gegn áfengisneyslu og annarri óreglu veit ég árangursríkari en þátttöku í iþrótta- og félagsslarfi, og i þeim efnum hefi ég nú samfellda 30 ára reynslu að baki. En við þurfum að gera fleira, og þá verður mér sem fleirum efst í huga á þessum verðbólgutímum, að við þurfum að fjárfesta á sem arðbærastan hátt. Á síðustu árum hefur gengið yfir ís- lensku þjóðina meiri verðbólguskriða en dæmi eru til með öðrum þjóðum, og svo glæsilega forustu höfum við í þessum efnum, að óþarft er að nefna tölur eða prósentur, þar kemst engin þjóð með tærnar sem við höfum hælana. Hér er um að ræða árangur, sem ýmsu og ýmsum er kennt um, en fáir vilja þakka sér. Allir hamast við að fjárfesta og koma aurunum sínum fyrir eins og sagt er, jafnharðan og þeirra er aflað, og best hafa þeir hagnast sem komist hafa yfir lánsfé þeirra fáu sparifjáreigenda sem enn finn- ast með vorri þjóð. — En spurningin er: hefur þetta verið arðbær fjárfesting? Og svarar þá hver fyrir sig, þar sem ein- staklingar eiga í hlut, en þeir sem forsjá hafa i fjármálum opinberra aðila, sveit- arfélaga og ríkis, verða stöðugt fyrir gagnrýni. Margir eru þeir sem telja kök- unni okkar sameiginlegu ranglega skipt, og er ég vissulega einn í þeirra hópi, þeg- ar vissir málaflokkar eru hafðir í huga. Við getum öll verið sammála um það, að undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar þurfi fjármagn til nauðsynlegrar upp- byggingar og reksturs, en hvers virði er sú fjárfesting ef ekki er lögð nægileg vandvirkni og alúð við sjálfan grunninn, stjórnstöðina, heilabúið, og á ég þá við mannskepnuna sjálfa, sem tekið hefur sér það hlutverk að deila og drottna á þessari jörð. Mennt er máttur, og alhliða mannrækt er að mínum dómi arðbærasta fjárfestingin, þ. e. að „Jjárjesta í ungu jólki.“ Árangri í því starfi verður ekki náð nema til komi aðstaða og lágmarks- aðstoð opinberra aðila i formi fjármagns. Hefur íslenska þjóðin, í allri velgengninni síðustu árin, ekki vanrækt fjárfestingar af þessu tagi? Að sjálfsögðu eru á því athyglisverðar undantekningar; sum sveitarfélög hafa gert þetta myndarlega og munu áður en varir uppskera eins og til var sáð. Ríkis- sjóður íslands og forráðamenn rikisfjár- veitinga hafa i mörg horn að líta, og ef við tökum sem dæmi einn þátt þessara 34 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.