Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1976, Side 35

Skinfaxi - 01.12.1976, Side 35
mála, uppbyggingu skólamannvirkja, væri ósanngjarnt að viðurkenna ekki, að undraverðum árangri hefur verið náð á skömmum tíma, þótt mjög sé það breyti- legt milli byggðarlaga. Hin frjálsa æsku- lýðsstarfsemi, sem starfa á með ungu fólki á skólaárum þess og eftir lögbundna skólagöngu, hefur ekki i þessum efnum hlotið þá viðurkenningu og fjáhagslegu aðstoð sem henni ber að minu mati. „Að fjárfesta í ungu fólki“ er arðbær fjárfesting sé hún framkvæmd á réttan hátt. Allar slíkar fj árveitingar til frjálsr- ar íþrótta- og æskulýðsstarfsemi eiga að orka sem hvati til starfs, og á þeim bein- linis að haga með tilliti til þess. í höndum áhugamanna á hver króna að margfald- ast; sú hefur og verið raunin og er enn. Máli mínu til stuðnings skal aðeins bent á eitt nærtækt dæmi, sem á sér ótal hliðstæður í okkar félagsskap. Reiknings- árið 1975 hafði UMFÍ í ríkisstyrk 2,7 millj. kr. Á þvi ári nam heildarvelta samtak- anna rúmum 12 millj. króna. Mismuninn varð UMFÍ auðvitað að útvega, og það gerðum við með þrotlausu áhugamanna- starfi. Álíka sögu er auðvitað hægt að segja um fjölda félagshreyfinga í þessu landi. •— En hvert er mat forráðamanna fjármagnsins á þessu starfi? Beina þeir xjármagninu þangað sem slíkt framlag kemur á móti? Meta þeir á borði áhuga- mannastarfið að verðleikum? Ég segi hik- laust nei. — Pólitískur skollaleikur, at- kvæðaveiðar og margskonar önnur flokksleg sjónarmið sitja jafan í fyrir- rúmi þegar kökunni er endanlega skipt, og gæti ég í þvi sambandi bent á mörg furðuleg dæmi. Það er með ólíkindum hverskonar rekagóss lendir inn á fjörur fjárveitinganefndar á síðustu dögum og klukkustundum fyrir endanlega af- greiðslu fjárlaga ár hvert. Það er ekki sérlega ábatalegt í atkvæðaveiðum, að styrkja félagshreyfingar æskufólks í sam- anburði við vega- og brúargerð, að ég tali nú ekki um flugvelli. Ungmenna- félagshreyfinguna vantar fleiri fastráðna starfsmenn og æskulýðsráðunauta. Með þvi á ég ekki við að draga beri úr áhuga- mannastarfinu, þvert á móti á að veita þvi alla þá aðstoð og fyrirgreiðslu sem þvi ber með réttu og að verðleikum. Góðir samkomugestir, hafið þið gert ykkur ljóst hversu gifurlegt starf áhuga- manna í UMSB liggur að baki því að undirbúa og halda eina slíka samkomu sem Húsfellsmótin eru? Ég efast um að hinn almenni samkomugestur geti sett sig i spor forustumannanna, sem dag eftir dag, viku eftir viku og jafnvel mánuðum saman hafa hugleitt og unnið undirbún- ingsstarf, svo að þessi hátíð mætti takast sem best, verða ábatasöm en jafnframt samtökunum til sóma. Mörg ómæld afrek af þessu tagi i fé- lagsskap okkar eru enn óskráð, en það sem verra er, þau eru vanmetin og jafn- vel á stundum vanþökkuð, og það af þeim sem sist skyldi. Ungmennahreyfingin er nú i örum vexti hér á landi, að vísu eftir markvisst útbreiðslu- og fræðslustarf s.l. 5 til 7 ár. Á þessum árum hefur félags- bundnum ungmennafélögum i landinu fjölgað úr liðlega 10 þúsund manns í rúm- lega 18 þúsund. Ný félög hafa verið stofn- uð og önnur sameinuð vegna breyttra samgangna. Félögin eru nú 201 og hér- aðssamböndin 17. Kostnaður við rekstur hreyfingarinnar, héraðssambanda, og einstakra félaga hef- ur vaxið svo á s.l. árum, einkum vegna iþrótta- og félagslegra samskipta, að við liggur að forustumennirnir séu að sligast og gefast upp við að afla fjár til þess að halda starfseminni gangandi. Vitanlega er þetta ekki einkamál þeirra forustu- manna, sem hér um ræðir. Þetta er mál alþjóðar og þá sér í lagi byggðarlaganna, og að mínu mati verulegur þáttur í allri SKINFAXI 35

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.