Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1976, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.12.1976, Blaðsíða 38
Eftir að Umf. Reykjavíkur leggst niður gengur Guðmundur Kr. í Glímu- félagið Ármann og verður formaður þess um skeið. Árið 1923 var Guð- mundur Kr. kosinn í stjóm ÍSÍ og á þar síðan sæti í 12 ár og ávallt sem gjaldkeri. Á þessum árum eiga UMFÍ og ÍSÍ náin samskipti um starfrækslu íþróttanámskeiða. Skömmu eftir að Skinfaxi hóf göngu sína varð Jónas Jónsson, frá Hriflu ritstjóri hans. Guðmundur Kr. kynn- ist Jónasi náið er þeir báðir unnu hug- sjónum ungmennafélaganna. Urðu þessi samskipti án efa til þess að Guð- mundur Kr. fylgdi Jónasi ötullega í stjórnmálabaráttu hans. Árið 1938 skipar Hermann Jónas- son, þáverandi forsætisráðherra, 9 menn i milliþinganefnd um íþrótta- mál. Guðmundur Kr. var einn nefnd- armanna. Af störfum þessarar nefnd- ar eru iþróttalögin frá 1943 sprottin. Lögin gerðu ráð fyrir stofnun íþrótta- nefndar ríkisins. Sú nefnd hóf störf 1940 og var Guðmundur Kr. skipaður fyrsti formaður hennar og var það til 1946 og aftur 1950—’53. Ég sem skrifa þessar línur sá Guð- mund Kr. sem íþróttakeppanda, naut forustu hans í iþróttafélagsskap og þekkti hann svo sem formann nefnd- ar, sem ég hefi verið fulltrúi fyrir. í hugskoti mínu stendur Guðmundur Kr. eftir þessi löngu og nánu kynni sem hinn glæsilega og sanna fyrir- mynd að manni sem góður félagsskap- ur getur gefið þjóðfélaginu. Þorsteinn Einarsson. Magnús Pétursson F. 26. febr. 1890 — d. 17. okt. 1976. Magnús var fæddur að Geirshlíð, Hálsasveit, Borgarfjarðarsýslu. Magn- ús elst upp i sveitum Borgarfjarðar. Hann kynnist þar ungmennafélögum og gerist virkur félagi þeirra. Fyrir áhrif frá þeim brýst hann fátækur til náms í skóla Sigurðar Þórólfssonar að Hvítárbakka. Sá skóli var starfræktur sem lýðskóli og mjög í anda ung- mennafélaga. Þaðan fer Magnús í Hvanneyrarskóla og kynnist þar mátt- arstólpum ungmennafélaga. í báðum þessum skólum voru leikfimi og glíma iðkaðar af miklum áhuga og ötulleik. Magnús bar af öðrum námssveinum að fimi og styrk. Honum var líka lagið að hjálpa þeim stirðu og þungu til þess að ná þráðri færni í stökkum. Fyrir þenn- an hæfileika hlýtur hann kennara- stöðu við Hvítárbakkaskóla og annast þar í 6 ár kennslu í leikfimi. Margir hafa við ýmis tækifæri minnst þeirra ágætu stunda sem þeir nutu hjá Magnúsi, og þá eru þeim eigi síður minnisstæðar sýningar þær, sem hann efndi til með þessum nemendum sín- um. Magnús var handlaginn og því tekur hann einnig að sér kennslu í handavinnu. Árið 1924 sest hann að á Akureyri og ræðst kennari i handavinnu og leikfimi að barnaskólanum. Á Akur- eyri stofnar hann með áhugasömum nemendum sínum Leikfimifélag Akur- eyrar. Við ýmis tækifæri lætur hann 38 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.