Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1976, Side 39

Skinfaxi - 01.12.1976, Side 39
drengjaflokka sýna leikfimi. Hann ferSast einnig með þá. Til Reykjavíkur kom hann að mig minnir 1931 með flokk sem ég sá. Var færni flokksins með því besta sem þá sást hér í leik- fimi. Ég æfði þá leikfimi hjá Jóni Þor- steinssyni og ég man að hann dáði mjög þennan leikfimiflokk Magnúsar. Þegar Jón tók að undirbúa för glímu- og leikfimiflokka til sýninga á ís- lensku menningarvikuna í Stokkhólmi 1932, þá valdi hann til farar Þóri Þór, einn úr flokki Magnúsar. Tryggvi Þorsteinsson, síðar skóla- stjóri á Akureyri og landskunnur skóla- og íþróttafrömuður, rómaði mjög þau sterku áhrif sem Magnús hefði haft á sig með hispurslausri, ötullri og glaðri framkomu sem fest hefði hjá nemendum hans og hvatt þá til dáða. Tveir góðir ungmennafélagar, Ingi- mar H. Jóhannesson og Snorri Sigfús- son, sem báðir skrifuðu minningar- greinar um Magnús, taka fram, hve hugsjón ungmennafélaganna hefði ávallt lifað með Magnúsi og komið fram í kennslu- og félagsstörfum hans. Þetta kemur vel fram í skólasöng barnaskóla Akureyrar, sem Magnús orti og enn er sunginn: Rís vor skóli hátt vi2> himin, heiðan morgun, dýrlegt kvöld. Gegnum tímans brim og boða, berðu hreinan, fagran skjöld. Láttu yfir höf og hauður, hljóma glaðvær æskuljóð. Leiddu í huga íslands æsku, ást og trú á landi og þjóð. Magnús Pétursson. Þessir tveir nýlátnu ungmennafé- lagar báru hugsjón ungmennafélags- skaparins gott vitni á hverjum þeim vettvangi sem þeir störfuðu á. Megi minning þeirra verða þeim, sem nú fylkja sér undir merki hins sjötuga félagsskapar, hvatning til fórnfúsra félagslegra starfa. Þorsteinn Einarsson. SKINFAXI 39

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.