Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 5
Þinghald. Það var fagurt veður en haust í lofti, þegar þingfulltrúar og gestir tóku að tínast á Þingvöll um hádegis- bil á laugardaginn þann 10. september síðastliðinn. Menn heilsuðu hver upp á annan hressir og ánægðir, margir hverjir að sjást nú í fyrsta sinn um langan tíma og gripu því kærkomið tækifæri til að stinga saman nefjum og ræða málin áður en þinghald hófst. En það gefst ekki langur tími til við- ræðna í þetta sinn því senn hefjast þingstörf en áður en setning fer fram þiggja menn kaffiveitingar í boði HSK. Þingsetning. Hafsteinn Þorvaldsson, form. UMFÍ, setti þingið og bauö fulltrúa og gesti velkomna á þetta afmælisþing og lýsti yfir ánægju sinni með að hægt hefði verið að halda þingið á þessum stað. í setningarræðu sinni gat formaður nýrra aðildarfélaga Ungmenna- og iþróttasambands Ólafsfjarðar, Umf. Djúpverja í Snæfjallahreppi og Umf. Geisla á Súðavík, og bauð fulltrúa þeirra sérstaklega velkomna. Þá lýsti Hafsteinn ánægju sinni yfir vaxandi skilningi opinberra aðila á starfi UMFÍ og gat þess að á sl. ári hefði framlag ríkisins til UMFÍ hækkað um 118%. Að lokum gat hann þess að mörg viða- mikil mál lægju fyrir þessu þingi og nefndi i því sambandi reglugerð fyrir 16. Landsmót UMFÍ sem haldið verður á Selfossi næsta sumar. Starfsmenn þingsins. Þingforsetar voru kosnir. Sveinn Jónsson, UMSE og Ófeigur Gestsson, UMSB. Þingritarar þeir Gísli Magnússon, HSK, Aðalbjörn Gunnlaugsson, UNÞ, og Skúli Oddsson, USVS. í kjör- bréfanefnd Arnaldur Bjarnason, HSÞ, Sigurjón Bjarnason, UÍA og Ingi- mundur Ingimundarson, UMSB. Þingfulltrúar. Á þingið voru mættir 57 fulltrúar frá 19 aðildarfélögum og samböndum, eða frá eftirtöldum: UMSK, UMSB, HSH, HVÍ, Umf. Geisla, UMF. Bolung- arvíkur, USAH, UMSS, UÍÓ, UMSE, HSÞ, UNÞ, UÍA, USÚ, USVS, HSK, Umf. Víkverja, Umf. Keflavíkur og Umf. Skipaskaga. Vilhjálmur Hjálmarsson í ræðustól. Ljósm. gk. SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.