Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 25
mun haft félagsheimilið' Árgarður í Skagafirði, þar sem ég þekki bezt til. 2. Fræð'sla: Margs konar fræðsla á vegum fé- laga fer fram í heimili þeirra. Reynsla byggða, þar sem ekki er félagsheimili eða það er notað fyrir almenna skóla- kennslu, er sú, að erfitt sé að finna slíku stað og stund. Tæmandi upp- talning á möguleikum til námskeiða- halds yrði allt of löng. En til að miða við Árgarð skal talin handavinna, leir- munagerð, bókleg fullorðinsfræðsla, félagsmálanámskeið og leikfimi. 3. Listir: Með svonefndri list um landið var leitazt við að veita dreifbýlinu af list- menningu höfuðborgarinnar. Menn- ingarsjóður félagsheimila var tryggð- ur 1970 með því, að 10% af tekjum félagsheimilasjóðs skyldi renna til hans. En tilgangur sjóðsins er að stuðla að aukinni menningarstarfsemi í félagsheimilum, sem oft hefur þótt af skornum skammti. En það, sem vel er gert i því efni, hefur þó verið van- metið. Sjálfsögð þegnréttindi eru nú talin að fá notið lista í straumum og stefnum þjóðfélagsins, og eru félags- heimilin í mörgu tilviki sú aöstaða, sem gerir það fært í sveitunum. Þá geta einstakar byggðir haft menning- arleg sérkenni og mótast listsköpun þeirra og hneigð af því. Má þar minn- ast heimafenginnar hollustu, enda varðar meiru að glæða listsmekkinn og viljann til að veita í því efni með hverjum einum, heldur en eingöngu að hlusta og vera þiggj andi. Þannig er skemmtiatriðum sem betur fer varið í sveitinni enn. Það virðist þó fara minnkandi, því að aðkeyptir skemmti- kraftar verða æ meir áberandi. Varla eru i nokkru öðru landi svo mörg leikfélög eða áhugamannafélög, sem setja leikrit á svið í leikhúsum og Guðrún L. Ásgeirsdóttir, Mælifelli. félagsheimilum. Aukinn stuðningur þjóðleikhúss skv. nýja frumvarpinu mun víða auðvelda framkvæmdir, t.d. hvað áhrærir leikmunasafn og útveg- un leikstjóra. 4. íþróttir: íþróttalög frá 1940 voru með fyrstu sambærilegum um lögboöinn stuðning við íþróttastarf, lögleidda sundskyldu o'.fl. Mikilvægt er að samnýta íþrótta- húsnæði skóla og hins frjálsa iþrótta- starfs félaga, fjárhagslega og félags- lega skoðað. Æskilegt að hafa um leið sundlaug í tengslum þar við, og hátíða og keppnissvæði úti. Veröur slík menningarmiðstöð og skóli oftast um leið miðpunktur eða kjarni byggð- ar. Má minna á gagnorðar tillögur frá fjórðungsþingi Norðurlands 1975 um þessi mál, en þær voru m.a. um, að félagsheimilisbyggingar verði hannað- ar með sem víðtækust afnot i huga og um að leggja beri áherzlu á meiri sam- skipti skóla og félaga innan héraða með gagnkvæmum heimsóknum til keppni og kynningar. Sjálfsagt er, að félagsheimili sé byggt á jarðhitasvæði, þar sem heitt vatn fyrirfinnst í byggðarlagi, jafnvel k SKINFAXI 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.