Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 13
starfsmaður er fyrir hendi. Min skoð- un er sú að starfsmaður eigi ekki að hafa titilinn framkvæmdastjóri. Þormóður Ásvaldsson Þormóður Ásvaldsson, form. HSÞ. 1. — Mér líst mjög vel á að UMFÍ eign- ist eigið húsnæði og er hrifinn af þess- ari hugmynd. í húsnæði þessu þarf endilega að vera aðstaða til að taka á móti smærri hópum sem leið ættu um höfuðborgarsvæðið, jafnvel til gistingar, en í Reykjavík tel ég ein- boðið að hafa þessa þjónustu stað- setta. Að visu er mér ljóst að hér er um mikið fjárhagslegt átak að ræða, sem ekki verður leyst með því að veifa hendi, en viljinn dregur hálft hlass. 2. — Að héraðssambönd ráði til sín starfsmann tel ég alveg tvímælalaust, að minnsta kosti þau stærri. Það er engin leið að halda forystumönnum í starfi, ef ekki er launaður starfsmað- ur, því frístundir tiltölulega fárra for- ustumanna hrökkva engan veginn til alls þess er gera þarf. Þetta er þó ekki vandalaust því inn í þetta spilar hinn sífelldi f j ármagnsskortur, sem öll hér- aðssambönd hafa við að glíma, tel ég þó að sá aukakostnaður sem af þessu leiðir náist inn með auknum umsvif- um í fjáröflun. Hitt er svo annað mál að allt of mörg sambönd hafa brennt sig á því að þau hafa ætlað þessum mönnum að gera allt of mikið, það hefur svo leitt til þess að áhuga- mannastarfið koðnar niður. Það er hættulegast. SKINFAXI LAGÐI ÞÁ SPURNINGU FYRIR NOKKRA ÞINGFULLTRÚA, HVERT VÆRI AÐ ÞEIRRA MATI MERKASTA MÁL ÞESSA AFMÆLIS- ÞINGS. Guðjón Ingimundarson. Guðjón Ingimundarson, varaformaður UMFÍ. — Ekki verður séð nú í dag hvaða mál þingsins kemur til með að hafa mesta þýðingu fyrir samtökin í fram- tíðinni. Hins vegar lít ég svo á að merkasta málið sé sú samþykkt þings- ins að stefna nú að því að UMFÍ eign- ist húsnæði fyrir höfuðstöðvarnar hið fyrsta. Ég tel mjög þýðingarmikið fyr- ir UMFÍ og ungmennafélögin í landinu að samþykkt þessi fái skjótan fram- gang. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.