Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 3
SKINFAXI 1 Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunnar Kristjánsson. — Út koma 6 hefti á ári. Tímarit Ungmennafélags íslands — LXVIII. árgangur — 5. hefti 1977 Ungmennafélag Islands 70 ára Á sambandsráðsfundinum sem haldinn var á Dalvík í okt. 1976, var samþykkt að stefnt skyldi að því að 30. þing UMFÍ yrði haldið á Þingvöllum, þótti það vel hæfa á þessu sjötugasta afmælisári að minnast þessara tímamóta á þessum merka stað þar sem samtökin höfðu ein- mitt litið dagsins Ijós. Þessi samþykkt er nú að veruleika orðin og þingið að baki, þing sem á margan hátt bar það með sér að menn voru í hátíðaskapi, en jafnframt fullir bjartsýni og áhuga á þeim störfum sem bíða þeirra í dag og næstu framtíð. Mörg merk mál bar á góma og litu dagsins Ijós í tillöguformi, það var al- mennt samdóma álit manna að starfsemi og umsvif UMFÍ fari stöðugt vaxandi og að þörfin fyrir hentugt húsnæði í eigu samtakanna verði að sama skapi æ brýnni. Þrastaskógur eign UMFÍ kom einnig til umræðu, og þeir möguleikar sem hann býður upp á, ef unnt verði að koma þar upp aðstöðu til dvalar og æf- inga fyrir hina ýmsu hópa íþrótta- og áhugafólks ungmennafélaganna í landinu. Hinnar nýju stjórnar bíða því mörg stór verkefni, sem eiga það sameiginlegt að þurfa mikils fjármagns við, það er því vonandi að hinn aukni skilningur fjár- veitingavaldsins nú síðustu árin, á nauð- syn þess félagsskapar sem fylkir sér undir merki UMFÍ, leiði af sér enn hærri fjárframlög honum til handa á næstu ár- um. Það er Ijóst að til þess að svo megi verða, verður öll forysta félagshreyfingar- innar í landinu að leggja sitt að mörkum og sýna það í verki hvers hún er megnug. Gunnar Kristjánsson. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.