Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 24
Félagsheimili í sveitum Erindi á ráðstefnu um félagsheimili á Norðurlandi Guðrún L. Ásgeirsdóttir. ViSfangsefni þessarar ráðstefnu er giltíismat félagsheimila. Kom í minn hlut, vegna búsetu, að gera félags- heimilum í sveitum nokkur skil. Fá- menn byggðarlög og félagsheimili þeirra verða undirstaða umræðu okk- ar, kostir, gallar og úrbætur, án þess þó að niðurstaða verði dregin, fyrr en í umræðunum á eftir. Um gildi félagsheimila strjálbýlis má segja hið sama og um gildi menn- ingarlegra verðmæta og hollra tóm- stundaiðkana yfirleitt. Þau eru lyfti- stöng alls félagslífs, afar þörf, ef vel er með farið, ómissandi í eflingu menningar og lista. Hugleiðum aðeins orðið eða heitið félagsheimili. Það er fallegt orð, hlýlegt og heimilislegt og áreiðanlega réttnefni, ef tekst að skapa hið góða andrúmsloft innan veggja. Líklega er heitið eldra en lögin um félagsheimili, en þau urðu þrítug i sl. mánuði. — Samstarf margra er einkenni félagsheimila. Þau eru byggð með samstyrk félagsheimilasjóðs, sveitastjórna og áhugafélaga, sam- staða þarf að vera um rekstur þeirra og sameining um meðferð. Yfirliti þessu mun skipt í þrjá aðal- þætti og skal fyrst rætt um notagildi félagsheimila og jákvæðu hliðina. A — 1. Félagsstarf: Alkunna er, hve miklu áhugamanna félög fá áorkað í ýmsum þeim málum, sem til þjóðþrifa horfa. Með tilkomu félagsheimila gjörbreytist aðstaða þeirra til starfa. Algengast er, að ung- menna- og kvenfélög séu eignaraðilar að félagsheimilum í sveit, enda ásamt búnaðarfélögum einörðust í starfi þar. Þörf þessara félaga á starfsaðstöðu hafa margar sveitastjórnir skilið og með ráðum og dáð fylgt fram bygg- ingu félagsheimila og stutt þannig að frjórra félagsstarfi og búið sér um leið bætt starfsskilyrði. Fundir, skemmt- anir, æfingar, námskeið og alls kyns aðrar samkomur á vegum eigenda og annarra eru daglegur viðburður yfir vetrarmánuðina, a.m.k. í félagslega sinnaðri byggð. Til viömiðunar í þesu spjalli okkar 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.