Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 21
Finnskur þjóðdansa- flokkur, sem var á sýn- ingarferðalagi, leit við i 2 daga. dagskrá þar sem hver þátttökuþjóö flutti sinn lið. — Voru þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum? — Já, það má segja það, þó nokkuð hafi það verið misjöfn þátttaka, til dæmis voru á milli tuttugu og þrjátíu Danir þ.e. frá Slesvík og Danmörku, íslendingarnir nítján. Norðmenn voru liðfáir í þetta sinn eða fimm, þá voru tveir Finnar, sem urðu eftir þegar finnskur Þjóðdansaflokkur kom og sýndi hjá okkur, frá Svíþjóð voru tvær fjölskyldur. Þannig að segja má að ís- lendingar og Danir hafi myndað aðal- kjarnan í liðinu. Þá má geta þess að strákar frá Færeyjum voru þarna þeg- ar við komum en þeir fóru svo á öðrurn degi. — Er Færeyingum boðið að senda þátttakendur á Ungmennavikuna? — Þeim er ekki boðið, en það hefur verið rætt urn að ef þátttökutilkynn- ingar bærust fyrr þá væri möguleiki að bjóða þeim þegar í ljós kæmi að hinar þjóðirnar fylltu ekki kvóta sinn sem er 20 þátttakendur. — Nú hefur þú áður verið þátt- takandi í Norrænni ungrnennaviku, hvernig fannst þér þessi heppnast miðað við þær? — Að mörgu leyti vel en það sem vantaði helst núna var meiri fjöl- breytni í dagskrána hvað varðaði hóp- vinnuna, miða ég þá við fyrri reynslu. Annars myndi ég segja að dvölin hafi verið hin ánægj ulegasta og allir hafi farið heim hressir og ánægðir, og það er einhvern veginn þannig að þeir sem einu sinni hafa verið á ungmenna- viku, þá langar alltaf til að fara aftur, og þannig hefur myndast nokkurs konar kjarni sem kemur aftur og aft- ur. — Hvað með kostnað? — Við greiddum sjálf hálft fargjald en UMFÍ greiddi hinn helminginn svo eru þátttökugjöld sem við greiðum SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.