Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 17
— Hver voru tildrögin að stofnun ungmennafélagsins? —• Tildrögin voru fyrst og fremst þau að okkur félagshyggjumönnum á Súðavík fannst félagslíf mjög bág- borið í okkar byggðarlagi og að það þyrfti viðreisnar við. Þá viðreisn var aðeins hægt að framkvæma með stofnun félags og þá á það breiðum grundvelli að það næði til sem flestra sviða, og um leið til hinna ýmsu ald- urshópa. Ungmennafélag varð því niðurstaða okkar þar sem víðtækt svið þess hentaði best okkar litla og vax- andi byggðarlagi. — Hvenær var svo félagið stofnað? — Stofnun fór þannig fram að boð- að var til fundar með áhugamönnum 6. júlí sl. Á þessum fundi var kosin undirbúningsnefnd og þessi nefnd boðaði síðan stofnfund 27. júli sl. Á þessum fundi var Umf. Geisli stofnað- ur og voru stofnfélagar 37 á aldrinum 10—28 ára. — Er áhugi fyrir félagsmálum á Súðavík? — Já, áhugi er fyrir hendi en það þarf stórátak til þess að kynna fólki hér félagsmál þar sem það er ekki nógu vel upplýst í þeim efnum og er ég þeirrar skoðunar að Félagsmála- skóli UMFÍ gæti komið þar að góðum notum, til þess einfaldlega að opna hug þess fyrir því hvernig það eigi og geti starfað. — Hvernig er aðstaða á Súðavík? — íþróttaleg aðstaða er mjög bág- borin vægast sagt, þar sem aðeins er um að ræða 40 m langan grasvöll ef hægt er að kalla hann því nafni. Hvað félagslegu hliðina snertir þá má segja T.v. Egill H. Gíslason form. Umf. Geisla. að við búum nokkuð vel. Við höfum greiðan aðgang að félagsheimili stað- arins svo og þeirri aðstöðu sem er í frystihúsinu. Við erum því ánægðir með þessa hlið málsins. — Hvernig verður svo starfinu hátt- að? — Það er ætlunin að reyna að hafa það sem fjölbreyttast t.d. með fundar- höldum, skemmtunum, ýmsum mótum eins og tafl og borðtennis svo eitthvaö sé nefnt, en allt er þetta háð félögun- um sjálfum, sem vissulega eru undir- staða starfseminnar. Minjagripir í tilefni af 70 ára afmæli UMFÍ lét stjórnin útbúa tvo minjagripi, er þar annars vegar um að ræða barmmerki UMFÍ og hins vegar postulínsvasa, með ábrenndu merki UMFÍ en fyrir neðan það stendur 70 ára. Gripir þess- ir verða til sölu á skrifstofunni og kosta: Barmmerki UMFÍ 1.000,- kr., Postulínsvasi 1.200,- kr. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.