Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 16
Þingvísur Á UMFÍ þinginu kom það nokkrum sinnum fyrir að þingforseta bárust stökur í hendur í tilefni þess að ræðu- mönnum hafði hrotið ýmis spakmæli af vörum. Um höfunda þessara vísna er ekki vitað og eru þær því birtar hér án leyfis þeirra. í tilefni af einni af ræðum Jóns Guðjónssonar, HVÍ, barst þessi vísa. Feginn vildi ég yrkja óð um þig kæra Lilja, Röddin mjúk og morgun góð, menn þig allir skilja. í því sambandi má geta þess að Lilja Steingrímsdóttir hafði hafið störf að nýju á skrifstofu UMFÍ skömmu fyrir þingið. Vegna málflutnings tveggja þing- fulltrúa að loknum kvöldverði á laug- ardeginum urðu þessar vísur til. Enn er listin söm við sig, senn ég jafna metin, en aldrei hef ég yfir mig, Ófeigur minn étið. Yfirlýsing eina gaf, einn í þessum sölum,: „Nú er fólki ógnað af ýmsum stórum bölum.“ Á meðan umræður um tillögur frá einni nefndinni stóðu sem hæst var skotið inn þessari vísu: Lilja eykur lífsins kraft, á Lilju vil ég minna. Þegar aðrir þenja kjaft, þá er hún að vinna. En Lilja var við vélritun og fjölritun þann tíma sem þessu fór fram. Lilja Steingríms- dóttir var vinsæli yrkisefni. Nýstofnað ungmennafélag Á þessu ári hafa tvö félög og eitt samband hlotið beina aðild að UMFÍ, þ.e. Ungmenna- og íþróttabandalag Ólafsfjarðar, Ungmennafélagið Djúp- verji við ísafjarðardjúp og nú síðast eða skömmu fyrir þing Ungmenna- félagið Geislinn á Súðavík sem var stofnað fyrr á þessu sumri. For- maður Umf. Geisla er Egill Heiðar Gíslason, mætti hann á afmælisþingið sem fulltrúi síns félags. Skinfaxa lék forvitni á að fregna nánar af hinu nýstofnaða félagi og lagði því nokkrar spurningar fyrir hinn unga formann: 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.