Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 23
unglingum á aldrinum 11—14 ára, sem eru innan vébanda íþróttahreyfingar- innar á Vestfjörðum, heimil þátt- taka. Mótið fór fram á Þingeyri 30. og 31. júlí. Á mótið mættu keppend- ur frá HVÍ ÍBÍ, Hrafnaflóka og Umf. Bolungarvíkur. Var keppni þessi stigakeppni og lauk henni með sigri HVÍ sem hlaut 255 stig ÍBÍ var í öðru sæti með 79 stig, Hrafnaflóki í þriðja með 30 stig en Umf. Bolungarvíkur rak lestina með 18 stig. Héraðssam- bandið hélt einnig sitt árlega héraðs- mót að Núpi dagana 16. og 17. júli. Þar voru mættir garpar að sunnan eins og Hreinn Halldórsson, Friðrik Þór Óskarsson, Sigurður Sigurðsson, Elías Sveinsson og Magnús Jónsson, til að etja kappi við þá Vestfirðinga, en ekki fóru þeir allir þaðan ósigraðir. Myndirnar hér á sið- unni eru frá Héraðs- mótinu. Efst t.h. Guð- mundur Björgvinsson sigurvegari í 800 m hl. Sighvatur Guðmunds- son í öðru sæti. — í miðið frá vinstri Emil Hjartarson, Hall- dór Kristjánsson og Gunnar Pálsson. — Neðst til hægri Ang- antýr Jónasson kemur í mark sem sigurveg- ari í 100 m hlaupinu. Sig. Sig. Á. er i öðru sæti, Jón Oddsson þriðji. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.