Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 27
sala eru aðaltekjustofnar félagsheim- ila, auk þess sem sum þeirra halda sjálf samkomur til fjáröflunar. Er því höfuðatriði, að eigendur og aðrir noti húsin sem mest og taezt, svo að rekstur beri sig frekar. Félögin afla sér um leið fjár og verða þessir þættir því samverkandi. Víða hefur komið fram í málflutningi, að ema starfsemi í fé- lagsheimilum til sveita séu danssam- komur og þær miður þokkaðar. Við, sem hér erum, vitum, að þetta er ekki rétt. Leitt er til þess að vita, að al- mennir dansleikir skuli þurfa að vera svo neikvæðir, sem raun taer vitni, svo skemmtileg íþrótt sem dansinn er. Sá þáttur fjáröflunar, sem um leið er nauðsynleg þjónusta í fámennu byggðarlagi, er veitingasala. Til að auðvelda hana og laða að, er mikil- vægt, að eldhús félagsheimilis sé vel og hagkvæmlega búið. Og ekkert er eðlilegra en að félagið, sem mest not- ar eldhúsið, leggi framlög sín til bygg- ingarsjóðs að hluta fram í ýmsum þeim munum, sem ómissandi eru við veitingasölu og framreiðslu. En til þess að það geti gengið, verður skilningur hinna eigendanna að vera fyrir hendi. Kvikmyndasýningar eru og ein að- ferð fjáröflunar, félagsvist, bingó og ýmiss konar önnur skemmtan, sem of langt yrði upp að telja. Margir eru reiðubúir að fórna tíma og erfiði i fé- lagsstarfi og til að leggja góðum mál- efnum lið og hugsa þá fremur um ánægju en gróða. Látum hér staðar numið um marg- þætta kosti og notagildi, sem þekkist í rekstri félagsheimila, þótt margt sé ótalið, og víkjum aðeins að því, sem teljast mega agnúar. B — 1. Löggæzla og skattlagning: Gríðarmikið fjármagn þarf að koma í kassann, til að ágóði megi verða af skemmtun, sem útheimtir löggæzlu. í þéttbýli er löggæzla ókeypis nema dyraverðir, en í sveitum greiða sam- komuhaldarar y2 launa löggæzlu- manna nema þess fyrsta. Eru oft sendir miklu fleiri lögregluþjónar en þörf virðist á, eins og dæmin sanna. Reglugerð mun vera á leiðinni um þessi mál, vonandi til bóta. Nýlega kom fram, að undanfarið hefur verið innheimtur söluskattur af allri fjáröflun félaga á Suðurlandi. Er full ástæða til að vara yfirvöld við að skattleggja sjálfboðavinnu félaga, sem verja tekjum sínum til menning- ar- og mannúöarmála. Dregur slíkt úr frjálsu félagsstarfi og ýtir undir dofa og skeytingarleysi, og gæti orðið ríkis- kassanum dýrt að lokum. 2. Rekstur og húsaleiga: Erfitt er að fá endana til að ná saman í rekstri margra félagsheimila. Greiðslur svo sem rafmagn, hiti, tryggingar og laun geta orðið þeim ofviða. í Árgarði er ókeypis upphitun og verður það seint ofmetið, enda hef- ur húsið verið rekið án halla. Einnig ræður þó þar um, hve mikið af eftir- litsstörfum hafa verið unnin ókeypis. Ákvörðun um húsaleigu er afar við- kvæmt mál í fámennri byggð, og eng- inn öfundsverður af að neyðast til að SKINFAXI 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.