Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 14
Svinn Vilhjálmss. Sveinn Vilhjálmsson, fulltrúi frá UMSK. — Þetta afmælisþing mótast að sjálfsögðu að mestu leyti af landsmóti UMPÍ sem fram fer næsta sumar. Þetta mál er vitanlega það mál sem efst er á baugi. En þó tel ég að annað mál sem er öllu merkilegra hafi ekki fengið nógu mikla umræðu og virðist ekki sýndur nógu mikill áhugi kannski mest vegna svartsýni á að það mál nái fram að ganga á næstu árum. Og það er fasteignakaup UMFÍ. Þar sem UMFÍ gæti komið sér upp verulega bættri þjónustu við aðildarfélögin sín eins konar þjónustumiðstöð, sem væri stærri í sniðum en núverandi skrif- stofa UMFÍ. Þetta mál t.d. tel ég vera það merkasta og hlýtur að vera mjög til umræðu í náinni framtíð og er von mín að þetta mál snúist í jákvæða átt undir kjörorðinu BÆTT AÐSTAÐA — BETRI ÞJÓNUSTA. Emil Björnsson, fulltrúi UÍA. — Að sjálfsögðu ber hæst þá ákvörð- un þingsins að stjórn UMFÍ fari að leita sér að húsnæði fyrir samtökin. Er það mikilvægt skref í þeirri viðleitni UMFÍ að bæta ennfremur þjónustu sína við aðildarfélögin. Einnig er ánægjulegt að sjá að mikill hugur virðist vera á því hjá þingfulltrúum, að herða á nýjan leik baráttu gegn reykingum og neyslu á öðrum vímu- gjöfum. Að lokum vil ég lýsa ánægju minni með þá ákvörðun þingsins að stefnt skuli að ráðningu þjálfara í frjálsum iþróttum með aðsetur i Reykjavík. Á þennan hátt verður síð- ur hætta á því að frjálsíþróttafólk utan af landi sem dvelur þar við vinnu og nám ánefnist félögum á höfuð- borgarsvæðinu. Halldóra Gunnarsdóttir. 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.