Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 26
þótt það þyki ekki miðlægt. Þar sem heita vatnið er, á kjarninn að vera. Eins og áður er að vikið, er nauðsyn- legt að við félagsheimilið sé sem fjöl- breyttust íþróttaaðstaða. Ungmenna- félagar koma henni endranær upp og nota hana mest í starfi sínu og tengir það unga fólkið félagsheimilinu og verður til ýmiss konar hagræðis við mót og keppnir, t.d. gagnvart veitinga- sölu. Og enn má nefna um útihátíða- svæði, að þægilegt er að stutt sé að fara, þegar flýja þarf undir þak, sem svo algengt er hér á landi. 5. Tónlistarskóli: Með tilkomu laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla 1962 og enn 1976 breyttist aðstaða til þeirrar miklu og menningarlegu fræðslu víða um land. Og enn eru stofnaðir nýir slíkir eins og í sveitum Skagafjarðar sl. haust. Er það stórt skref í átt til fjöl- breyttara félagslífs og listskynjunar. Undirstöðuatriði fyrir skilning á nota- gildi er ætíð nám. Félagsheimili auð- velda starfsemi tónlistarskóla, enda eru þar gjarna til beztu hljóðfærin, og þar margar vistarverur, oft í nálægð skóla eins og viðmiðunarstað okkar. 6. Skóli: Árgarður er rúmlega 40% skólahús- næði og er því i eigu ríkis að stórum hluta. Skólaafnot eru aðallega leik- fimikennsla í sal, en einnig er tón- mennt kennd við nýjan flygil, og á sviði hússins skemmta börn og ungl- ingar á árshátíð og samkomum skól- ans, enda enginn salur í Steinsstaða- skóla. Samstarf verður því allmikið milli skólastjóra og húsnefndar og hefur gengið vel. Mun svipað vera víðar, enda sjálfsagt og hagkvæmt að skipuleggja nýtingu opinberra bygg- inga sem bezt. 7. Einkaafnot: Veizlur ýmiss konar og erfidrykkjur eru fastur þáttur í notkun félagsheim- ila í sveitum. Einkaaðilar taka hús- næðið á leigu og undirbúa sjálfir í eldhúsi eða fá til þess það félag, sem venjulega annast veitingar í heirnil- inu. Oftast munu það vera kvenfélög vegna ötulleika þeirra við fjáröflun og skilnings félagskvenna á þörf vinnu- samra handa í eldhúsi. Er mjög já- kvætt, að heimili félaganna séu þann- ig einnig heimili einstakra meðlima þeirra og annarra, enda íslendingar veizluglaðir og fjölmenni oft meira en venjulegt heimili rúmar með auð- veldu móti, þótt víðast auki hjarta- rúmið á. Til þess að einkasamkvæmi verði notaleg í sölum félagsheimilis verður að leggja áherzlu á að gera sali, hús- búnað og ekki sízt borðbúnað þannig úr garði, að aðlaðandi megi teljast. Lögð skyldi áherzla á, að til séu fyrst og fremst dúkar, einnig kertastjakar, blómavasar og fleira það, sem ekki væri til sparað í svipuðum fagnaði á venjulegu heimili. Dúklausu plast- plötuborðin við hin ýmsu og oft há- tíðlegu tækifæri eru ömurleg ómenn- ing. 8. Fjáröflun: Húsaleigutekjur, öl- og sælgætis- í 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.