Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 20
Norræna ungmennavikan 1977 Á siglingu um Frísnesku eyjarnar — Aðalsteinn er þriðji frá vinstri. Fyrr í sumar nánar til tekið 31. júlí til 6. ágúst tók hópur ungmenna frá íslandi þátt í samnorrænni Ung- mennaviku í Christianslyst í Suður- Slesvík. í hópnum voru 19 ungmenni frá þremur samböndum, 14 frá UMSK, 4 frá UMSE og ein stúlka frá Ung- mennasambandi Dalamanna og N- Breiðfirðinga. Aðalsteinn Pálsson, UMSK var leiðtogi hópsins í þessari ferð. Skinfaxi fékk Aðalstein til að líta við og segja frá dvölinni á Ung- mennavikunni. — Aðalsteinn, ef þú segðir okkur fyrst frá því, hvernig tlagskránni var háttað í stórum dráttum? — Þátttakendum var á hverjum degi skipt niður í hópa sem áttu að vinna fyrir hádegi þar sem um var að ræða val á milli þess að læra „folke- dans“ sem er eins konar sambland af þjóðdönsum og gömlu dönsunum og „hobbys“ svo sem smelti og hnýtingar. Einnig var farið í ferðalög um ná- grennið þ.e. Slesvíkursvæðið, t.d. versl- unarferð til Flensborgar og í leiðinni skoðuð mannvirki sem eru í eigu Sydslesvigs Danske Ungdomsforening- er SDU. Farið var í ferð um Frisnesku eyjarnar, og safnið í borginni Slesvík skoðað. Alls var farið í fjórar slíkar skoðunarferðir þessa daga. Á kvöldin voru kvöldvökur með ýmsu efni, var þá m.a. farið yfir það sem gerst hafði um daginn, þá var dansað en að öðru leyti voru þessar kvöldvökur ekki ríg- skorðaðar við sérstaka dagskrá. Síð- asta kvöldið var hins vegar ákveðin 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.