Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 15
Halldóra Gunnarsdóttir, fulltrúi HSK. — Að mínu áliti er það samþykktin um húsakaupin. Þetta er kannski djarft en starfið er orðið mikið og hreyfingunni veitir ekki af, að fá sitt eigið húsnæði. Ég veit að allir félagar innan UMFÍ munu standa saman að þessu verkefni, sem og öðrum. Gestur Guðmundsson. Gestur Guðmundsson, fulltrúi frá UMSK. — Það sem einkennir þetta þing eins og mörg fyrri þing, er sá mikli áhugi fyrir framgangi góðra mála landi og lýð til góðs. Stærsta og merkasta málið á þessu þingi er afgreiðsla reglugerðar fyrir næsta landsmót, og góð samstaða um þá afgreiðslu. Landsmótin eru stolt hreyfingarinnar og því mikils um vert að undirbúningur sé góður, og framkvæmd takist sem best. ÞRASTASKÓGUR. Páll Aðalsteinsson formaður UMSK hefur löngum sýnt málefnum Þrasta- skógar mikinn áhuga. Skinfaxi innti Pál eftir hugmyndum hans um þessa eign UMFÍ. Páii Aðalsteinsson. Ungmennafélag íslands á stórkost- lega eign Þrastaskóg, fallegt land skógi vaxið, þar er íþróttavöllur með áhorfendasvæði. Þessi eign hefur lítið verið notuð af ungmennafélögum og eru að sjálfsögðu ýmsar ástæður fyrir þvi m.a. þær að þar vantar búnings- klefa og böð við íþróttavöllinn. Þrastaskógur býður upp á mikla möguleika til útivistar íþrótta og skógræktar. í skóginum þarf að koma upp aðstöðu til þess að ungmenna- félagar geti dvalið þar í lengri eða skemmri tíma. Æskilegt væri að UMFÍ ætti hús þar sem hægt væri að halda fundi, hafa mötuneyti og svefnað- stöðu. Umsjónarmaður ætti að búa þar minnsta kosti yfir sumartímann. Hér- aðssamböndin gætu svo komið sér upp litlum húsum á skipulögðu svæði. Með þessari aðstöðu væri hægt að reka sumarbúðir ungmennafélaganna, halda þar íþróttamót, æfingabúðir og sumarhátíðir. Þrastaskógur yrði þannig sameigin- legur íþrótta- og útiverustaður allra ungmennafélaga á íslandi. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.