Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.10.1977, Blaðsíða 12
fyrri sambandsþinga UMFÍ um nauð- syn þess að hvert héraðssamband hafi á að skipa launuðum starfsmanni. Bendir þingið á að starf þeirra sam- banda sem ráðið hafa starfsmann hef- ur eflst og skipulagsmál komist í betra horf. Þingið beinir því til sveitar- stjórna sýslunefnda og annarra opin- berra aðila, að þeir geri sér ljóst mikil- vægi öflugs æskulýðsstarfs. Þingið tel- ur því eðlilegt að fyrrgreindir aðilar launi þennan starfsmann. 2. — í þrjú sumur höfum við hjá USAH haft launaða starfsmenn um þriggja mánaða skeið í senn. Árangur af starfi þessara manna hefur verið mik- ill og vona ég að okkur auðnist að halda áfram á sömu braut. Með laun- uðum starfsmanni má koma mun betra skipulagi á starfsemina og stór- auka sjálfboðastarfið á ýmsum svið- um. Ég er mjög sammála ályktuninni að eðlilegast væri að opinberir aðilar launuðu þessa starfsmenn og tel að vinna verði að því máli. Magnús Ólafsson, form. USAH. 1. — Húsakaup hafa lengi verið á dag- skrá og margir verið þeirri tillögu fylgjandi. Áhuginn fyrir þeim hefur aukist mjög síðustu árin jafnframt því sem þjónustustarfsemi UMFÍ hef- ur vaxið. Nú er svo komiö, að mínu mati, að ófært er að fresta þessu máli lengur. Því er ég mjög ánægður með samþykkt þingsins og vona ég að stjórnin og nefndin finni leiðir til þess að leiða mál þetta fljótt og farsællega til lykta. Kristján Jónsson, form. HSK. 1. — Jú mér finnst það alveg rétt að UMFÍ eignist eigið húsnæði og þá ein- mitt í Reykjavík, vegna þess að þar er miðstöð landsins, um það þarf ekki að deila. Ég trúi ekki öðru en að allir ung- mennafélagar á landinu leggist á eitt til þess að þetta megi takast. 2. — Ekki er ég alveg sáttur við að Héraðssamböndum sé nauðsyn á að hafa starfsmann. En þrátt fyrir það er miklu léttara að reka sambandið ef 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.