Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1979, Page 5

Skinfaxi - 01.04.1979, Page 5
Það var kátt yfir mönnum í allsherjamefnd. v*ð til baka, það var því uppselt í þessu happdraetti, 8*tu félögin ekki komið út sínum skammti urðu þau að greiða sjálf þá óseldu. (Athugandi fyrir happ- draetti UMFÍ næst). Það var ekki á mönnum að *}eyra að þetta fyrirkomulag hefði fallið þeim illa. Ég ætla ekki að nefna miðaverð það var svo há tala að ég gleymdi henni strax. Farið til Danmerkur Þegar fjárhagnum hafði verið bjargað brugðu 20 f^lagar úr UMSB sér til Danmerkur í hálfsmánaðar- reisu þar sem dvalið var sína vikuna hvora á Sjálandi °8 Jótlandi í boði danskra ungmennasamtaka. Er meiningin að framhald verði á þessum sam- skiptum og hingað komi hópur Dana á næsta sumri. Afram mefl peningana Um verslunarmannahelgina síöustu gekkst sam- úandið fyrir ,,gleði” mikilli sem kennd var við Borg- arfjörð. í gleði þessari tóku um 1100 manns þátt og var gleði þeirra mikil að sögn, og ekki síðri varð 8leði þeirra stjómarmanna UMSB minni þegar þeir fóru að telja í kassanum að „gleðinni” lokinni. íþróttir og aftur íþróttir Og svo var það mál málanna; íþróttirnar. Á því sviðinu var langmest starf unnið, og þá einkum við frjálsar íþróttir, en þetta starf skilaði dágóðum árangri og á örugglega enn eftir að skila sér ef áfram yerður haldið á svipaðri braut. Þeir Borgfirðingar 8erðu vel við frjálsíþróttafólk sitt og fóm m.a. með það í æfmgabúðir norður í Eyjafjörð og var vel látið að dvölinni þar. Fríður flokkur íþróttafólks mætti á Landsmóti UMFÍ á Selfossi og hafnaði þar í 6. sæti í heildarstiga-útreikningi. Fjölmörg frjálsíþróttamót v°ru haldin innan UMSB og á þess vegum en þar ber h®st Meistaramót íslands 14 ára og yngri sem fram fór á Borgarnesvelli. SKINFAXI Að lokum Þetta læt ég nægja um skýrslu stjómar og reyndar um þing UMSB að sinni, en þess má geta að reikn- ingar sambandsins voru jákvæðir um rúm 700 þús. Það er ætlun mín að fara betur niður í reikninga hér- aðssambanda síðar og þá þannig að samanburður fáist á ýmsum megin tek ju- og gjaldaliðum. G.K. Helgi Bjarnason gjaldkeri UMSB. Eiríkur Jónsson fráfarandi sambandsstjóri. 5

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.