Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1979, Page 18

Skinfaxi - 01.10.1979, Page 18
AÐALSTEINN PÁLSSON Norræn samvinna 1979 í sumar var hin árlega norræna ung- mennavika haldin í Finnlandi, nánar til- tekið í nágrenni Kokkola á NV-strönd- inni. Fyrir þá sem ekki hafa heyrt getið um þessa Norrænu samvinnu, þá skal þess getið að Nordisk samorganisation for Ungdomsarbejde skammstafað NSU samanstendur af 12 félagssamtökum innan Norðurlanda. Samtök þessi gang- ast fyrir norrænni samvinnu ýmiss konar, og hæst ber eiginlega hin norræna ung- mennavika. Skipst er á að halda hana á öllum Norðurlöndunum. í ár var hún í Finnlandi og næsta ár í Noregi, þá senni- lega í Þrándheimi. Flverju landi er heimilt að senda 20 þátttakendur og hefur ísland fyllt þann kvóta þrisvar en þrívegis aðeins náð um 10 þátttakendum, má sennilega rekja þennan lága þátttakendafjölda til slælegrar kynningar á samvinnu þessari meðal ungmennafélaga. Þó hefur UMFÍ sent árlega út kynningarbréf um þessi efni, stundum oftar en einu sinni, til stjórna allra héraðssambanda, það virðist því miður að lengra fari það ekki. Þaðf hefur sýnt sig að þeir sem einu sinni hafa farið vilja ólmir fara aftur. Þannig að ekki er áhugaleysinu fyrir að fara, þegar menn loksins hafa farið. Þess má og geta að fargjöld eru greidd niður um helming með norrænni styrkveitingu og þátttakendakostnaði hefur verið stillt í hóf, þannig að hægt er að komast þetta mjög ódýrt. Á næsta ári þarf að gera átak í þessum málum og ná 20 manna hóp, aldurinn er 17—30 ár, til fararinnar til Noregs. Annars er þörf á endurskipulagningu hvað varðar þessa norrænu samvinnu. Hvet ég ungmennafélaga að spyrjast fyrir um þetta. Ungmennavikan Að morgni 19. júlí síðastliðinn héldu 9 ungmennafélagar til Finnlands á norræna ungmennaviku, nánar tiltekið í nágrenni Kokkola á NV-ströndinni ásamt Jóhann- esi Sigmundssyni er fór á stjórnarfund NSU þar í landi. Flogið var til Helsinki með viðkomu í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Var komið til Helsinki um kvöld og gist yfir nóttina. Um kvöldið fóru menn að líta á borgina í ausandi rigningu og þótti sumum vandratað eftir hinum illlesanlegu finnsku götunöfnum, en allt gekk þetta þó. Snemma næsta morgun var aftur farið i loftið, en þó ekki átakalaust, og flogið norður til Kokkola þar sem tekið var á móti okkur og okkur ekið á áfangastað, þ.e. á félagsmiðstöðina Hircikoski um 100 km. fyrir utan K- okkola. Fram eftir deginum voru svo þátttak- endur frá hinum löndunum að koma og voru allir mættir um kvöldið. Voru menn almennt þreyttir eftir hinar löngu ferðir. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.