Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1983, Síða 3

Skinfaxi - 01.08.1983, Síða 3
SKINFAXI 4. tbl. - 74. árg. - 1983 ÁSKRIFTARVERÐ: 200 kr. árgangurinn. LAUSASÖLUVERÐ: 45 kr. eintakið ÚTGEFANDI: Ungmennajélag Islands. RITSTJÓRI: Ingólfur A. Steindórsson. RITNEFND: Jón G. Guðbjömsson, Bergur Torjason, Guðjón Ingimundarson. AFGREIÐSLA SKINFAXA: Skrifstoja UMFÍ Mjölnisholli 14, Reykjavík. Sími 14317. UMBROT OG FILMUGERÐ Prentþjónustan hj. SETNING OG PRENTUN: Prentsmiðjan Rún sj. MEÐAL EFNIS: bi». Frá félagsstarfinu .............. 4 Viðtal við Jónínu Benediktsdóttur, íþróttakennara .................. 8 Norræn Ungmennavika í Suður Slésvík 1983 12 Siglingaíþróttir ................ 16 Bikarkeppni FRÍ í 1. deild ...... 18 Bikarkeppni FRÍ í 2. deild ...... 21 Bikarkeppni FRÍ í 3. deild ...... 24 VísnaþátturSkinfaxa ............ 27 Þrír íslandsmethafar í sömu f jölskyldimni ........... 28 FORSÍÐUMYNDIN. Forsíðumyndin er aj Einari Vilhjálmssyni UMSB, íslandsmethaja í spjótkasti. íslandsmet hans er 90,66 m, sett í keppninni milli Norður- la\danna og Bandaríkjanna í sumar. Einar er með Jremstu spjótkösturum heims og á mjóg líklega enn ejtir að bœta sig. Þóroddur Jóhannsson. Fljótum ekki sofandi að feigðarósi. Eitt af stærstu vandamálum íslendinga, sem flestra annarra þjóða, er ofneysla áfengis og margskonar tjón af hennar völdum. Má í því sambandi nefna slys, sjúkdóma, fjárhagstjón og margvíslegan félagslegan skaða. Þessar staðreyndir held ég að flestir, sem um hugsa, viðurkenni, enda sýna opinberar skýrslur kaldan veruleikann á þessu sviði, en þrátt fyrir það, að þeim fjölgar, sem sjá og viðurkenna þau vandamál sem oftast fylgja áfengisneyslunni, þá virðist síður en svo bjart framundan í þessum málum. Er mér þá efst í huga áfengisneysla unglinga og jafnvel bama, sem virðist enn færast í vöxt. Það er hryggileg staðreynd, að meðal 16-17 ára unglinga skuli vera til einstaklingar orðnir það háðir áfenginu, að þeir teljist áfengissjúklingar. Mörg félagasamtök og einstaklingar hafa lagt mikið af mörkum í baráttunni við áfengisvandann, unnið björgunarstarf, þó árangur blasi ekki ætíð við allra augum. Þetta starf ber að þakka og virða. - En stóra átakið er eftir, sem sé það, að snúa almenningsálitinu gegn áfengis- neyslunni. En það er tæpast von til að sá áfangi sé í sjónmáli, meðan hið opinbera, vinnur beint og óbeint að aukinni áfengisneyslu í landinu. Það er auðvelt að rökstyðja þessu þungu orð. Alltaf fjölgar áfengisútsölum á vegum ríkisins og einnig vínveitinga- stöðum, þannig að sífellt „batnar" þjónustan við áfengisneytendur og opinberir aðilar halda sínu striki með vínveitingar í veislum og við önnur ,,viðeigandi" tækifæri. Allt þetta hlýtur að stuðla að aukinni áfengisneyslu, einfaldlega vegna þess, að því auðveld- ara sem er að ná í áfengið, því meiri drykkja. Með þessum orðum er ég ekki að mæla með bannlögum, ég held að þau leysi ekki vandann, því miður, en ströngu aðhaldi verður að beita, ef ekki á að fara enn verr en nú er komið. Hvaða úrræði koma til greina sem unnið geta á móti áfengisneyslunni? t»ví er að sjálfsögðu vandsvarað. Ég vil nefna hér nokkuratriði, sem að mínu mati gætu komið að gagni: 1. Stórauka fræðslu í öilum skólum landsins. - Öll fræðsla um áfengi þarf að vera vel undirbúin, lífræn og traust. Myndræn gögn s.s. kvikmyndir eru æskileg. 2. Auka fræðslu í fjölmiðlum, sérstaklega í sjónvarpi. 3. Meiri stuðning frá ríkinu við félög og samtök þeirra sem vinna að bindindismálum. 4. Herða eftirlit á meðferð áfengis á skemmtistöðum. 5. Minnka eða afnema vínveitingar hjá opinberum aðilum. Margt fleira mætti nefna í þessu sambandi, en hér læt ég staðar numið í bili. Ekki er rúm til að tökstyðja hvert atriði fyrir sig, en öll stefna þau að settu marki, þ.e. fyrir- byggjandi starfi. Markmiðið er: Mitini áfetigistieysla, færri vatidamál, betra mattnlíf. Að lokum leyfi ég mér að beina orðum til allra ungmenna-og íþróttafélaga, að þau taki áfengismálin fastari tökum, en þau hafa £ert að undanfömu. Það mun verða þeim gæfuspor. Fljótum ekki sofandi að feigðarósi í áfengisflóðinu. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.