Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1983, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.08.1983, Blaðsíða 14
öll lokið upp einum munni að þetta hafi verið besta ung- mennavika sem við höfðum kynnst. Lokakvöldið var hátíðar- kvöld, eilítið tregablandið vegna þess hve stutt var til mótsloka. Þá komu ótal skemmtiatriði sem fólk hafði verið að semja öðrum og sér til skemmtunar t.d. söngur þekktra laga með eigin texta. Atriði vikunnar skrumskæld og stæld á afbragðs skemmtilegan máta. En svipur kom á okkur fararstjóra þegar óbreyttir þátt- takendur tóku að gera grín að sérkennum okkar í óskamm- feilni sinni. Nú hef ég lokið að greina frá hinum skipulögðu dagskrár- liðum sem e.t.v. má kalla það minnst um verða þótt bráð- nauðsynlegir séu og er þá eftir það sem þátttakendur sjálfir og óháðir iðkuðu í frístundunum. Það er illfrágreinanlegt og verður að upplifast, vilji maður vita hvemig andinn á ung- mennavikum er. En í það fyrsta þá urðu allir ástfangnir sem ekki voru það fyrir og ýmsir jafnvel af fleiri en einum eða tveim. Þótt söngur hafi verið snar þáttur í dagskránni var oft og einatt kyrjað utan hennar líka og má jafnvel segja að ung- mennavikumar séu bestu aug- lýsingar sem íslenskir popparar hafa fengið fyrr og síðar vegna þess að við höfum gegnum árin kennt hinum erlendu vinum okkar vinsæla íslenska slagara og einnig gefið þeim spólur og Það sem á undan er skrifað var rammadagskrá, en frá henni var oft vikið. T.d. var farið í ferð til Norður-Frislands sem er vesturströnd Suður-Jótlands. Þar sáum við hin dapurlegu örlög frísneska minnihluta- hópsins í Þýskalandi, en hann er að dmkkna í ferðafólki, at- vinnuleysi, þýskum auðmönn- um og virðist fyrir utanað- komandi vera ,,deyjandi þjóð". Margt fróðlegt upplifðum við í ferðinni t.d. að sjá eina náttúmlega hólinn í Frislandi, hversu undarlega sem það annars hljómar fyrir okkur ,,klakabúa" Hallig eyjamar sem í stórstreymi og n.v. átt sökkva svo að aðeins húsin standa á þurru og stundum ekki einu sinni þau. Annan dag fómm við í mörg- um, smáhópum í heimsókn inná Slésvísk heimili, sem em mjög sérstæð að því leyti að þar eru mörg tungumál töluð jöfn- um höndum. Oft em töluð þrjú eða jafnvel fjögur þ.e.a.s. danska, þýska, plattþýska og stundum einnig frísneska. Kvöld eitt komu líka lista- góðir gítarleikarar í heimsókn og dáleiddu viðstadda með seiðandi töfratónum í klukku- tíma. Síðasta eftirmiðdaginn vom umræður um vikuna. Fengum við þá tækifæri til að gagnrýna hana og koma með tillögur um framtíðar tilhögun á vikunni. Var það óspart notað á mjög jákvæðan hátt. En ég held að við gömlu N.S.U. amir höfum Frá vinstri: EIli, Linda, Charlotte. 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.