Skinfaxi - 01.08.1983, Qupperneq 17
við hana. Því legg ég meiri
áherslu á eins og tveggja-
mannabáta.
Optimistbáturinn er grunn-
bátur í siglingastarfi. Hann er
upprunninn í Florida 1948.
Arið 1954 var byrjað að smíða
hann í heimahúsum í Danmörku
og síðan hafa Danir verið
forystuþjóð í að útbreiða hann í
heiminum. Optimistbáturinn
er viðurkenndur hjá Alþjóða-
siglingasambandinu sem
grunnbátur í siglingastarfi fyrir
böm og einnig af Sameinuðu
þjóðunum, sem þroskandi
hjálpartæki í bama og ungl-
ingastarfi. Haldin em reglulega
Islandsmót, Norðurlandamót
og Evrópumót á Optimist.
Að undanfömu hefur Optim-
istnefnd Siglingasambands
íslands sent út til 160 aðila upp-
lýsingar um Optimistbátinn og
þjónustu, sem nefndin stefnir
að að veita þeim aðilum, sem
áhuga hafa á að nota Optimist-
bátinn í starfi sínu. Gögn hafa
verið send öllum æskulýðsráð-
um, íþróttaráðum, öllum lík-
legum félögum og félagasam-
tökum og sumarbúðum í land-
inu. Ef einhverjir fleiri hafa
áhuga á Optimiststarfi fyrir
böm og unglinga í sínu
byggðarlagi, geta þeir fengið
umrædd gögn hjá greinarhöf-
undi. Heimilisfangið er:
Hverfisgata 7, 220 Hafnar-
fjörður. Sími 50370.
Stefnt er að því, strax á næsta
vetri, að bjóða upp á leið-
beinendanámskeið í siglingum
Flipper seglbátur er mjög hentugur unglingabátur í félagsstarfi.
og steypun báta úr trefjaplasti,
með það í huga að starfið út um
landið geti farið vel af stað og
heimamenn geti viðhaldið og
endumýjað kennslubátakost
sinn í heimabyggð og verið
með námskeið fyrir áhugasama
foreldra í steypun á bamasegl-
bátum. Nú í vetur verða fáanleg
mót af kajak og Optimist og í
athugun er að fá mót af Flipper
og jafnvel Europaseglbát, sem
er einsmanns seglbátur fyrir
stálpaða unglinga, mjög viður-
kenndur og almennur í Evrópu.
Einnig er í athugun að fá til
Iandsins mót af 4 manna róðra-
bát úr trefjaplasti, til nota í
unglinga og fjölskyldustarfi. Til
greina kemur einnig að fá
umraédd mót leigð til viður-
kenndra leiðbeinenda.
Allar upplýsingar um þessi mál
veitir greinarhöfundur fúslega,
ef óskað er. Ritað þann 1. júlí
fyrir Skinfaxa.
SKINFAXI
17