Skinfaxi - 01.08.1983, Blaðsíða 31
Þráinn. í sumar vonast ég til að
ná því að stökkva 1.90 m í há-
stökki. Það yrði gott veganesti
fyrir mig til að æfa næsta vetur.
Eg hætti ekki fyrr en ég hef náð
þeim besta árangri sem ég get.
Viljið þið þakka einhverju öðru
en þjálfun ykkar þennan góða
árangur?
Vésteinn: Það sem vegur ef til
vill þyngst í þessu öllu saman,
er hvað foreldrar okkar og syst-
kyni hafa stutt okkur og hvatt til
dáða. Það hefur alveg verið
ómetanlegt að hafa þann
stuðning.
Þráinn: Við Vésteinn erum frá
Selfossi, sem hefur langa sögu
að baki sem frjálsíþróttabær.
Þetta hefur veitt okkur ákveð-
inn móralskan stuðning. Við
verðum varir við að það er
fylgst með okkur.
Þórdís: Foreldrar mínir hafa
alltaf stutt mig og hvatt mig til
að halda áfram. Þetta hefur h'ka
stundum haft töluverð útgjöld í
för með sér að stunda íþróttim-
ar og hafa foreldrar mínir oft
hlaupið undir bagga með mér.
Þá hef ég fengið ómetanlegan
stuðning hjá félögum mínum í
ÍR.
Skinfaxi þakkar þeim þremenn-
ingunum kærlega fyrir spjallið
og óskar þeim góðrar ferðar á
keppnisferðum þeirra sem fyrir
dymm standa og velgengni í
þeim mótum sem framundan
em.
IS
Prcyjugptt
fyrirtak
Freyja hf.
Sælgætisgerð
Kársnesbraut 104
Símar 41760 og 41826
Úthlutun úr
Minningarsjóði Áslaugar Einarsdóttur.
Hinn 16. maí 1982 stofnaði Lovísa Einarsdóttir formaður FSÍ sjóð
til minningar um móður sína. Sjóðurinn er stofnaður til að styrkja
fimleikaþjálfara- og kennara til framhaldsnáms. Námsstyrk var í
fyrsta sinn úthlutað 4. ágúst s.l. til Hildigunnar Gunnarsdóttur, að
upphæð 6.600 SKR til skólavistar við Kennaraháskólann í Stokk-
hólmi, námsárið 1983 - 84.
Hildigunnur er með BA - próf í uppeldisfræði. Hún hefur þjálfað
fimleika hjá IR undanfarin 4 ár og sinnt dómarastörfum í fim-
leikum. Hún fer til framhaldsnáms í íþrótta- og uppeldisfræðum,
með fimleika sem sérgrein. Myndin er tekin þegar Lovísa afhenti
Hildigunni námsstyrkinn.