Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 26
UMFN Islandsmeistarar í körfuknattleik Laugardaginn 8. mars s.l. sigraði UMFN Hauka í Hafnarfirði í mjög spennandi leik. Hafði UMFN 18 stig yfir í hálfleik, en Haukar náðu að jafna á síðustu mínútum. Staðan var 86-86 er um 15 sek. voru eftir afleiknum en þá náði Valur Ingimundarson að skora sigurkörfuna fyrir UMFN og þar með urðu Njarðvíkingar íslandsmeistararþriðja árið íröð. Erþetta glæsilegur árangurhjá UMFN og óskar Skinfaxi þeim til hamingju með þennan góða árangur. Hérfyrir ofan er mynd af hinum nýbökuðu íslandsmeisturum. (Ljósmynd Sveinn Þormóðsson) USAH vinnur sinn fyrsta leik Sama daginn og þing USAH var haldið, keppti lið sambandsins í 3. deildinni í körfuknattleik. Var gert hlé á þinginu meðan leikurinn fór fram og fóru þingfulltrúar og hvöttu sína menn gegn vöskum ísfirðingum. Hvort það gerði gæfumuninn eða undirleikur trommuleikarans hér á myndinni að USAH vann leikinn skal ósagt látið. Er þetta fyrsti leikurinn sem þeir vinna í körfuknattleik og vonandi ekki sá síðasti. Óskar Skinfaxi þeim USAH-mönnum til hamingju með þessi merku tímamót. 26 Pennavinur Fyrir stuttu barst blaðinu bréf frá 17 ára pilti sem býr í Þýskalandi en er danskur ríkisborgari. Hann vill gjarnan skrifast á við íslenska unglinga, það má vera á dönsku, þýsku eða ensku. Áhugamál hans eru knattspyrna, saga, gömlul handrit (rúnir) þá safnar hann einnig frímerkjum. Ef einhverjir unglingar eða krakkar vilja skrifast á við hann þá er nafn og heimilisfang hér fyrir neðan: Olaf Norbert Heit BahnhofstraBe 64 2085 Quickbom W-Germany Skinfaxi 1. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.