Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 31
Er eitilharður stuðningsmaður Einherja Formaður nemendafélags Laugaskóla er Magnús Ólafur Kristjánsson og er hann frá Vopnafirði. Ég náði að spjalla stuttlega við hann í miðri útvarpssendingu, þar sem hann var ásamt félaga sínum að senda út 10 vinsælustu lögin á Laugum þá vikuna. Hvað kom til að þú ferð hingað í skóla en ekki í Eiða eða Menntaskólann áEgilsstöðum ? Já ég veit það nú ekki. Ég hafði heyrt mjög góðar sögur um þennan skóla, menn báru honum gott orð er höfðu verið hér áður. Þá hafði ég meiri áhuga á að fara í heimavistarskóla en t.d. Menntaskólann á Egilsstöðum. Svo hefur straumurinn legið hingað frá Vopnafirði í skóla undan farin ár, ég held að t.d. enginn hafi farið í Eiða síðustu tvö árin að heiman. Er það íþróttaaðstaðan sem gerir þetta? Já sennilega eitthvað. Þú ertííþróttum erþað ekki? Ja, ég er nú voða lítið í íþróttum sjálfur, en aðaláhugamálið er að horfa á fótbolta. Þú ert þá stuðningsmaður Einherja? Alveg eitilharður. Hvað á að gera ernámi lýkurhér? Ég ætla halda áfram og fara þá sennilega í Verkmenntaskólann á Akureyri, en ég er á viðskiptabraut hér og á síðasta ári. Hvernig er félagslífið í skólanum ? Það er mjög gott og eru íþróttir þar stærstar, en þó eru líka margir klúbbar eins og ljósmynda- módel- leiklistar- og útgáfuklúbbur og margir aðrir. Mér finns að það sé meira líf í fólki núna í vetur heldur en í fyrra. Svo þegar árshátíðin er haldin kemur út blaðið Jámsíðan en það er fastur liður í félagsstarfinu. Jæja Magnús ég þakka þér fyrir spjallið og vona að ég hafi ekki truflað mikið útsendingu ykkar á vinsælustu lögunum. Ætla að verða íþróttakennari Lil að mismuna ekki kynjunum tókst mér að króa eina blómarósina í Laugaskóla afþar sem hún hafði það huggulegt og hlustaði á Magnús kynna vmsælustu lögin þessa vikuna og spjalla stuttlega við hana. Hún heitir Guðbjörg Hulda Stefánsdóttir og er úr Leykjahverfi. A hvaða brautískólanum ertu? Ég er á íþróttabraut, og er þetta þriðja árið mitt í skólanum en ég byrjaði í 9. bekk. Á hvað stefnurðu í framtíðnni? Ég stefni á íþróttakennaraskólann, en ég á tvö ár eftir í stúdent þegar ég er búinn hér í vor. Hvaða íþróttir leggurðu einkum stund á? Það er aðallega fótbolti og blak. Líkar þér vel héma ? Já mjög vel, það hefur verið góður andi öll þessi ár sem ég hef verið héma. Þó myndi ég segja að besta félagslífið hafi verið hér er ég var í 9. bekk. Það er líka ágætt í dag, það eru haldnar alltaf aðra hvora helgi kvöldvökur og svo eru bekkjamót í íþróttum eins og t.d. í kvöld. Svo eru verðlaun í mótunum afhent á árshátíðinni. Þá fáum við ýmsa skóla í heimsókn og keppum í íþróttum við þá, einnig förum við og heimsækjum aðra skóla. í vetur fórum við t.d. í Eiða og kepptum við krakkana þar. Hvenær er árshátíðin ? Hún verður 15. mars og þá erum við líka með skemmtidagskrá í íþróttahúsinu þar sem við byrjum, og taka bæði nemendur og kennarar þátt í henni. Svo um kvöldið er farið í samkomusalinn og þá er sýnt leikrit og annað skemmtiefni, og dansað á eftir. Þú hefur þá snemma ákveðið að verða íþróttakennari ? Já, það kom eiginlega aldrei neitt annað til greina. Ég þakka þér kærlega fyrir spjallið og vona að þú komist á íþróttakennaraskólann eftir tvö ár. Skinfaxi 1. tbl. 1986 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.