Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 29
Frá Landsmótsnefnd 19. Landsmót U.M.F.Í. verður haldið á Húsavík dagana 10.-12. júlí 1987. Stjóm H.S.Þ. hefur skipað nefnd til að annast undirbúning mótsins og hefur hún þegar tekið til starfa og haldið nokkra fundi. Fyrstu verkefni nefndarinnar eru að ganga frá samningum við Húsavíkurbæ og U.M.F.Í. um framkvæmd mótsins og eru þeir samningar að mestu frágengnir. Þá hefur nefndin leitað eftir tillögum að merki mótsins. Send voru dreifibréf sem ætlast var til að kæmust inn á hvert heimili á félagssvæði H.S.Þ. Með þessu dreifibréfi var fólki gefinn kostur á að taka þátt í samkeppni um gerð merkis fyrir mótið. Alls bárust 16 tillögur og flestar athyglisverðar. Valin var tillaga Hags Jóhannessonar Haga í Aðaldal og er hún hér fyrir ofan. Landsmótsnefnd hefur skipað nokkrar undirnefndir t.d. knattspymunefnd. Hún er þegar byrjuð að starfa, vegna undankeppni í knattspyrnu sem fer fram nú í sumar. íþróttaaðstaða á Húsavík verður góð á Landsmótinu, því Húsavíkurbær hefur ákveðið að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að svo megi verða. Stærsta verkefnið er að ljúka byggingu íþróttahúss á Húsavík. Séð verður fyrir sundaðstöðu, íþróttavellir endurbættir og séð fyrir nægum tjaldstæðum. Landsmótsnefnd lætur frá sér heyra mjög bráðlega aftur. Landsmótsnefnd 19. Landsmóts Ungmennafélags íslands Standandi frá vinstri: Sigurður V. Sigmundsson, Gunnlaugur Ámason, Hlöðver P. Hlöðversson, Vilhjálmur Pálsson, Halldór Valdimarsson, Birgir Steingrímsson og Amgrímur Geirsson. Sitjandi frá vinstri: Þóroddur Jóhannsson, Krístján Yngvason formaður og Brynhildur Þráinsdóttir Afmælisrit U.M.F.J. Núna í haust kom út afmælisrit UMFJ í tilefni 60 ára afmælis féiagsins. Rit þetta er í hrotinu A-5 og prýðir Rtmynd af Skjöidóifsstaðaskóla forsíðuna. í ritinu errakin suga félagsins í máli og myndum þau 60 ár er það hefur Hfað, auk margra skemmtilegra frásagna af mannlífi á Jökuldal áþessum tíma. Margarmyndir eru íritinu bæði lit °g svart/hvítar. Um leið og Skinfaxi óskar UMFJ tii hamingju með afmælið og ritið ætlum við að birta íþessu biaði nokkrar skemmtiiegar sögur og vísur úrþví. Afmælisrit U.M.F.J. 60 ára Skinfaxi 1. tbl. 1986 Kápa Afmælisríts Ungmennafélags Jökuldæla 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.