Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 14
Séð yfir áhorfendapalla ásíðasta Landsmóti UMFÍíKeflavík/Njarðvík 1984 LOKAORÐ heldur en alþingismenn séu almennt þeirrar skoðunar, að íþróttahreyfingin fái nú þegar nægt fjármagn til sinnar starfsemi. Þá er hér líka um að kenna, dæmalausu andvaraleysi íþróttaforustunnar, og gangleysi í því að koma þessari starfsemi á, þrátt fyrir mikla umræðu þar um og loforð í gegnum árin. Af þessum ástæðum, eða einhverjum öðrum, er nú svo komið málum, að íþróttahreyfingin hefur orðið af að minnsta kosti 40% hugsanlegs ágóðahluts af þessari umræddu fjáröflunarleið, vegna þess að forystuliði hreyfingarinnar hefur verið uppálagt af stjómvöldum samstarf við Öiyrkjabandalagið, eða að öðrum kosti að missa verkefnið alfarið úr höndum sér. Það er svo aftur mál út af fyrir sig, að forustumenn ÍSÍ og UMFÍ sem eiga 2/3 hluta fulltrúa í íþróttanefnd Ríkisins og stjórn íþróttasjóðs, skuli alfarið hafa hafnað þátttökuaðild íþróttanefndar í hinu nýja félagi, eins og hefur þó verið í fslenskum Getraunum. Að mati undirritaðs, er þar um að ræða fáheyrt vantraust á nefnd sem skipuð er meirihluta af fulltrúum nefndra landshreyfinga, og sem jafnan hefur úthlutað ágóðahlut nefndarinnar af getraunastarfseminni beint til hinnar frjálsu íþróttastarfsemi í landinu. Sívaxandi fjöldi íslendinga telur, að opinberum fjárveitingum til íþróttastarfsemi í landinu sé vel varið. Það er hinsvegar skylda íþróttaforustunnar að sanna að svo sé á hverjum tíma, hún verður þá líka að vera við því búin að hinn almenni félagi hafi um það skoðanir, hvernig þessum fjármunum skuli varið, það væri raunar ekki óeðlilegt að íþróttaforustan hefði forgöngu um að leita eftir slíku meira en gert er í dag. Aðalvandinn er hinns vegar sá eins og hér hefur verið að vikið, að of litlir peningar eru til skiptana til þeirra fjölmörgu verkefna sem að er unnið á vegum íþróttahreyfingarinnar í dag. Sameiginlega verða landssamböndin, íþróttasamband fslands og Ungmennafélag íslands að vinna að því að fá úr því bætt, það er hagur íþróttahreyfingarinnar í heild. Hafsteinn Þorvaldsson RÍS 2000 reyklaustísland árið 2000 Fyrir nokkru voru stofnuð í Reykjavík RÍS 2000, sem eru samtök sem berjast fyrir því að ísland verði reyklaust árið 2000. Samtökin eru stofnuð að fyrirmynd útlendra systursamtaka og heita í Bandaríkjunum SFS 2000 (Smoke Free Society Year 2000). Samtökin voru stofnuð hér á íslandi að frumkvæði Krabbameinsfélags íslands, en norræn krabbameinsfélög samþykktu á fundi sínum í Finnlandi að stefna að því að gera Norðurlöndin reyklaus árið 2000. Forsaga málsins er sú vitneskja að sjúkdómar af völdum tóbaksnaumarinnar (stór hluti hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma og krabbamein í lungum og öðrum öndunarfærum) eru taldir mesta heilbrigðisvandamál á Vesturlöndum og vaxandi vandamál í Þriðja heiminum. Er nú talið að í Bandaríkjum Norður-Ameríku deyi um 300-350 þúsundir Bandaríkjamanna fyrir aldur fram af völdum ofangreindra sjúkdóma. Landlæknir íslands hefur áætlað að á íslandi deyi um 300 manns fyir aldur fram af völdum tóbaks á ári hverju. En tóbakssjúkdómar eru ekki eingöngu bundnir við þá sem viljandi reykja. Á síðustu árum hafa komið fram fjölmargar rannsóknir er sýna að börn, makar og vinnufélagar reykingafólks eru í mun meiri hættu að fá t.d. öndunarfærasjúkdóma en börn og makar þeirra er ekki reykja. Ennfremur er nú ljóst að þeir sem vistast langvarandi í tóbaksreyk af völdum annarra eru í meiri hættu að fá lungnakrabbamein. Reykingafólkið getur því með atferli sínu valdið sjúkdómum og dauða annarra. Til þess að berjast gegn tóbaksvánni hafa nú ýmis fjöldasamtök á íslandi bundist samtökum og nefna þau RlS 2000 - Reyklaust ísland áriö 2000. Samtökin eru þessi: Félag héskólamcnntaDra hjdkrunarfræðinga Félag íslenskra sjékraþjálfara Félag lasknanema Félag þroskaþjálfa Fóstrufélag lslands HeilbrigBisfulltrúafélag íslands Hjartavernd Hjúkrunarfélag íslands íslcnska bindindisfélagið íþróttasamband íslands Krabbamcinsfélag íslands Ungmcnnafélag Islands Kvenfélagasamband íslands Litlu bifhárin Læknafélag fslands Ný rödd Rauði Kross íslands SÍBS Sjúkraliðafélag fslands Tannlæknafélag íslands Öryrkjabandalag íslands 14 Skinfaxi 1. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.