Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 8
"Með heila eins og fótbolti í laginu" Eiríkur Haukssson söngvari segir frá íþróttaferli sínum Texti: Krístján Krístjánsson Myndir: Guðmundur Gíslason Eiríkur Hauksson söngvarí ætti að vera flestum íslendingum kunnur um þessar mundir. Hann sló eftirminnilega ígegn með lögunum "Gaggó-vest" og "GulT' afBorgarbrag Gunnars Þórðarsonar sem kom út stuttu fyrir jól. Fjölmörg viðtöl hafa birst við Eirík að undanfömu. Skinfaxi tók viðtal við hann fyrir skömmu og kom íljós að hann varog ermikill íþróttaáhugamaður. Þegar við heimsóttum hann á heimili hans í Teigunum varhann eins og flestir íslendingar í skýjunum út af sigri íslenska handknattleikslandsliðsins á Rúmenum íHM. Við báðum Eirík að rekja fyrir okkur tónlistar- og íþróttaferil sinn. -Ég byrjaði mjög snemma að spila. 16 ára stofnaði ég ásamt nokkrum félögum mínum úr M.S. hljómsveit sem spilaði m.a. nokkrum sinnum í gamla Þörscaffe og út frá henni var stofnuð hljömsveitin "Octopus". Þaðan lá leið mín til Neskaupstaðar þar sem ég spilaði með hljómsveitinni "Amon Ra" eitt sumar. Fljótlega eftir að ég kom í bæinn var hljómsveitin "Start" stofnuð og entist ég í henni í næstum 3 ár. Síðan var stofnuð "Deild 1" og loks "Drýsill". Núna syng ég með Gunnari Þórðarsyni á Broadway auk þess sem ég þeytist á milli skemmtistaða og félagsmiðstöðva einn með segulband og syng nokkur lög. -Ég ólst upp upp í vogunum og gekk í Vogaskóla strax 6 ára að aldri og var þar alveg fram að stúdentsprófi, því að Menntaskólinn við Sund byrjaði upp í Vogarskóla um það leiti sem ég byrjaði í menntaskóla. Ég tók ekki mikinn þátt í félagslífi skólans en það var oft kallað í mig á árshátíðum og var ég oft beðinn um að vera með sprell þar sem ég og gerði. En að öðru leiti var ég ekki mikið með. Tónlistin og íþróttirnar áttu hug minn allan. "Með heila eins og fótbolti í laginu" -Ég er búinn að vera með heila eins og fótbolti í laginu síðan ég var 7 ára. Þá spilaði ég alltaf með skólaliðinu og þegar Þróttur flutti upp í Sævarssund þar sem ég átti heima, þá var ég plataður á æfingu með þeim og spilaði stanslaust með þeim frá 5. flokki upp í 2. flokk. Unnuð þið einhverja titla áþessum tíma? -Já já við unnum milljón titla. Við vorum t.d. íslandsmeistarar í öllum flokkum og það spiluðu með okkur menn sem eru orðnir mjög þekktir núna, eins og t.d. Páll Ólafsson landsliðsmaður í fót- og handbolta, Þorvaldur Þorvaldsson sem spilað hefur með Val, Ársæll Kristjánsson, Sverrir Einarsson fyrirliði Framara og nokkrir fleiri. Var aldrei mikill bógur -Auk þess sem ég spilaði fótbolta þá var ég í handbolta á veturna en var aldrei mikill bógur þar. Ég spilaði oftast í hornunum og skoraði kannski 3-4 mörk í leik. En þetta var nú aðallega í gamni gert. Og svo þegar ég var 19-20 ára fór ég að æfa körfubolta en þá fór að síga á ógæfuhliðina hjá mér. Ég tognaði illilega tvisvar og endaði með að slíta liðbönd við öklana. Eftir þetta ætlaði "...með heila eins og fótbolti..." ég að byrja að æfa með mfl. Þróttar eftir nokkurt hlé, en tognaði strax á fyrstu æfingu þannig að ég sá fram á eilíf meiðsl og vesen, þannig að ég ákvað að hætta. Á þessum tíma var tónlistin farin að taka æ meiri tíma auk þess sem að það var mjög dýrt að æfa meiddur. Á þessum tíma útveguðu íþróttafélögin ekki íþróttateip fyrir mannskapinn og það hefði verið mjög dýrt fyrir mig að æfa á þessum tíma. íþróttirnar í sjónvarpinu friðhelgur tími -í dag þá fylgist ég mjög vel með öllu sem er að ske í íþróttum og er t.d. íþróttatíminn í sjónvarpinu friðhelgur tími hjá mér. Þá svara ég ekki í síma og sit eins og negldur við kassann. Fyrir utan fótboltann þá hef ég mikinn áhuga fyrir handbolta, körfubolta og ýmis konar "stórkarla" íþróttum eins og lyftingum. Þar held ég mikið uppá Torfa Ólafsson og Hjalta "Úrsus" sem reyndar er gamall poppari. Hann spilaði á hljómborð og hljómborðsleikarara eru nú yfirleitt bettir menn, en það er nú ekki hægt að segja um Hjalta. Ég fell mest fyrir ákveðnum týpum í íþróttum. Á Olympíuleikunum í Munchen var einn hlaupari sem hljóp alltaf með derhúfu á hausnum. Hann var alltaf lang síðastur þangað til á endasprettinum, þá hljóp hann framúr öllum keppendum og kom fyrstur í mark. A síðustu Olympíuleikum fannst mér Thompson skemmtilegastur en María Decker var sú allra leiðinlegasta týpa sem ég hef nokkurn tíman séð. Þegar hún datt í hlaupinu fræga, Guð minn góður, ég hef aldrei séð aðra eins tilgerð. í körfuboltanum finnst mér Pálmar Sigurðsson í Haukum sprækastur. í handboltanum mundi ég nefna Kristján Arason sem minn uppáhalds leikmann. Það er maður sem má yfirleitt treysta á. í fótboltanum er ég hrifinn af Janusi Guðlaugssyni og Pétri Péturssyni, ennþá. Mér finnst alltaf gaman að sjá svona síðhærða menn á leikvöllum, eins og kannski skiljanlegt er. Það setur skemmtilegan lit á liðið. Gallharður skagamaður -Ertu ennþá Þróttari? -Nei. Ég hef nú ekki sterkar taugar til míns gamla félags. Þeir hafa verið frekar slappir undanfárin ár. Ég hef verið gallharður Skagamaður síðustu ár. Annars er ég ekki hrifinn af því leikskipulagi sem hefur verið í fótboltanum undanfarin ár. -Aðsókn á deildarleiki hefur farið dalandi á undanförnum árum, að vísu færðist smá líf í deildina síðasta sumar en eins og í handboltanum, þá hafa deildarleikirnir dalað meðan landsliðið er að vinna á. Til þess að reyna að auka aðsókn á deildarleiki mættu liðin fara að spila meiri sóknarleik 8 Skinfaxi 1. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.