Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 11
Brids -Hað eru menn af holdi og blóði í vörninni - og slík fyrirbæri gera mistök. Það væru alvarleg mistök að gera ekki ráð fyrir því. Mundu það þegar þú tekur ákvörðun um hvemig best sé að spila þessa fjóra spaða: Vestur gefur. Norður s G98 h 432 t Á3 1 ÁG1095 Suður s ÁKD1032 h 765 t D5 1D4 Vestur Norður Austur Suður Pass pass Pass 1 spaði 2 tíglar 3 iauf 3 tíglar 3 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass Vestur hefur leikinn með því að taka þrjá efstu í hjarta, en skiptir yfir í lítinn tígul. Hvernig viltu spila? Nú, spilið stendur og fellur með laufsvíningunni, er það ekki? Drepið á tígulás, trompin tekin og laufdrottningunni gluðað út í von um það besta? Nei, í von um kraftaverk. Vestur á ekki laufkónginn, þá hefði hann vakið 1 fyrstu hendi með a.m.k. fimm tígla og 12 punkta. Við munum að hann hefur þegar synt þriá efstu í hjarta. Sigursæll spilari byggir ekki spilamennsku sína á kraftaverkum. Hann hefur meiri trú á gæsku náungans - óviljandi. Hann spilar því spilið þannig: Drepur á tígulás, tekur laufás og spilar laufi á drottninguna. ANDSTÆÐINGARNIR ERU MENNSKIR - OG GERA ÞVÍ MISTÖK Guðmundur Páll Amarson Norður s G98 h 432 t Á3 1 ÁG1095 Vestur a 54 h ÁKD8 t109876 132 Austur s 76 h G109 tKG42 1K876 Suður s ÁKD1032 h 765 tD5 1D4 Hvað á austur að gera? Ef sagnhafi á einspil í laufi má hann ekki fara upp með kónginn, því þá getur sagnhafi trompað út drottningu makkers og fríað tvö lauf. Hann er í vanda, en kannski ætti hann að ramba á réttu lausnina ef hann treystir talningu vesturs. En, eins og sumir vita betur en aðrir, menn í vanda gera sig seka um mistök. Stundum a.m.k. Og það er betra að spila upp á það en vonlausa svíningu. —0— Það er grundvallarþáttur bridsspilsins að upplýsingar eru takmarkaðar. Það er sama hvort það er í sögnum, útspili eða vöm, eitt mikilvægasta atriðið er alltaf að afla upplýsinga. Því án þeirra vaða menn í villu og svima. Öll viljum við vitaskuld að andstæðingamir vaði villu og svima og þess vegna er það góð pólitík að reyna eftir megni að fela vísbendingar og þvinga mótherjana til að taka afdrifaríka ákvörðun sem fyrst, áður en þeir hafa aflað sér þeirra gagna sem nauðsynleg eru. Norður s G87 h KD5 tÁ10 1 96432 Suður s ÁK3 h Á62 1743 1Á875 Suður spilar þrjú grönd og fær út hjartafjarkann, fjórða hæst. Hvernig er best að spila þetta spil? Ef þú ert einn af þeim sem reiknar alltaf með því að andstæðingarnir spili hundrað prósent vöm, þá er þetta einfalt og fljótspilað spil. Laufin verða ósköp einfaldlega að liggja 2-2. Ef þau eru 3-1 hefur vömin tíma til að brjóta sér a.m.k. þrjá slagi á tígul til viðbótar við laufaslagina tvo. En hver er kominn til með að segja að vömin skipti endilega yfir í tígul? Ýmislegt getur komið til greina frá bæjardyrum austurs og vesturs, ef sagnhafi kjaftar ekki af sér. Best er að drepa á hjartaásinn í borðinu og fylgja með sexunni heima til að fela þristinn, þannig að austur gæti haldið að útspilið væri frá fimmlit. Spila síðan litlu laufi frá báðum höndum í öðrum slag. Það er gert til að gefa vöminni ekki færi á að kalla í tígli ef laufin eru 3-1. Ef austur lendir inni á laufahónór kemur vel til greina frá honum séð að halda áfram með hjartað. Spilamennska af þessu tagi verður rútína hjá reyndum spilurum, og gefur þeim fjölmarga samninga sem þeir eiga ekkert tilkall til. Og það er einfaldlega vegna þess að þeir taka tillit til þess að vömin er ekki óskeikul. Skinfaxi 1. tbl. 1986 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.