Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 30
Staldrað við í Laugaskóla Texti og myndir. Guðmundur Gíslason Eins og í mörgum héraðsskólum er mikið félagslíf f Laugaskóla og hefur alltaf verið. Fjöldi nemenda og aðstaða hefur breyst mikið á síðustu árum. Nú f dag byrjar skólastigið í skólanum með 9. bekk en auk hans eru tvö ár í framhaldsdeildum þ.e. hálfur áfangi að stúdentsprófi. Nemendur í dag eru um 120 talsins og má segja að þeir komi vfðast hvar af landinu, og eru t.d. margir nemendur af suðurnesjum f skólanum núna. Þá hefur lengi verið mikið um austfirðinga í skólanum ásamt svo nemendum úr nærliggjandi sveitum. Fyrir stuttu er ritstjóri Skinfaxa var þar á ferð kynnti hann sér aðeins aðstöðu nemenda fyrir félagslff. Og er óhætt að segja að hún sé nokkuð góð þó fþróttaaðstaðan skeri sig mjög úr. En fyrir nokkrum árum var tekið f notkun nýtt og glæsilegt fþróttahús við skólann, og hefur það gjörbreytt öllu fyrir inni- fþróttir. Þvf áður var notast við lftið hús sem fyrir löngu var búið að sprengja alla starfsemi utan af sér. Fyrir utan íþróttaiðkun eru fjölmargir tómstundaklúbbar og hafa sumir alveg sér pláss eins og t.d. ljósmynda og módel- klúbbarnir, en þeir hafa sér herbergi undir stúkunni í fþróttahúsinu. Þá er rekinn útvarpsstöð af nemendum, og hefur hún starfað f nokkur ár. Hér hefur verið drepið á nokkra þætti í félagslífi skólans sem er mjög fjölbreytt og öflugt. Til að fræðast um þetta nánar þá ræddi ég við tvo nemendur og eru viðtölin við þá hér á sfðunni ásamt myndum. "Útvarp Laugaskóli gott kvöld..." Eins og áður er getið þá errekinn útvarpsstöð í skólanum af nemendum, ég leit aðeins við þar ámeðan verið varað senda út 10 vinsælustu lögin þá vikuna valin af nemendum. En valin eru alltaf á þriðjudögum 10 vinsælustu lögin. Það má til gamans geta þess að lagið "Hjálpum þeim" með Hjálparsveitinni komst rétt inn á listann og svo til um leið út af honum aftur. Ástæðan fyrirþví er að um leið og lagið varð vinsælt og komst í efsta sæti á Rás-2 kom jólafrí nemenda, og er þeirkomu aftur í skólann var lagið að missa flugið á Rás-2 og komstþví aldrei ofarlega á Laugalistann. Þá hafa nemendur stundum sent út gamanefni þó það sé ekki mikið. A myndinni hér til hliðar sjáum við þegar verið er að spila vinsælustu lögin, en þessi þáttur hefur verið lengi fastur á dagskrá útvarpsins og er mikið hlustað á hann. "Þáerþað 6. vinsælasta lagiðþessa vikuna". Verið að leika Laugalistann. Skinfaxi 1. tbl. 1986 30

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.