Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 36
Hvaða fugl er þama? Hugleiðing um fugla fyrir göngufólk Þorsteinn Einarsson Á miðþorra sest ég niður og skrifa um andfugla. Hérlendis hefur veður verið milt, jörð auð á láglendi, vötn og tjarnir vökótt eða lítt undir ís. En í vetrarheimkynnum íslenskra andfugla eru sérlegar vetrarhörkur slíkar að fréttir berast um að menn frjósa í hel. Hver er þá líðan andfugla? Afföll þeirra munu verða í ár meiri en venjulega og þeir sem hingað snúa með vorinu munu líða af vannæringu. Vonandi verður íslenskt vor og sumar þeim hagstætt. Líður brátt að fartíma til sumarheimkynna, óskandi er að fuglunum aflist nægur forði til orkufreks flugs. Tuttugu og fimm eru tegundir andfugla sem árlega sækja ísland heim. Átján þeirra eru íslenskir varpfuglar en hinar sjö farandfuglar og árvissir sumargestir. Gróf skipting þeirra er: svanir, gæsir, endur og fiskiendur. (Gæsum var gerð skil í 4. tbl. Skinfaxa 1985) halda sig hér að vetrarlagi velja einkum voga og víkur suð-vesturlands til vetrardvalar, en þar eru fjörur mestar. Hnúðsvanur: Voru gefnir Reykjavíkurborg frá Þýskalandi og sleppt á tjörnina. Dóu út innan 10 ára. Endur: Þær deilast í tvo flokka: Gráendur (buslendur - hálfkafarar); kafendur. Fuglar beggja flokka eru lágfættir, sundfitjar milli þriggja táa, goggar þeirra söðulbakaðir, flatir eða lítt hvelfðir. Ungar klekjast dúnaðir og halda þegar út á vatn. Gráendur halda sig á grynnri tjörnum eða nærri bökkum djúpra vatna og í kílum eða blautum fúnum (jiáand uý- t % ‘Ví *.' • Svanir: Álftin er stærst íslenskra varpfugla. Hálslangir og á flugi er höfði haldið teygðu fram á láréttum hálsinum. Svartur er goggur að framanverðu en gulur við rótina. A sundi heldur álftin hálsi í lóðréttri stöðu. Fullorðin álft er alhvít nema hve fætur eru svartir. Oft slær ryðlitum blæ á koll, hnakka og bringu. Ungfuglar eru öskugráir með fölbleikan gogg, sem er dökkur í oddinn. Álftin er raddsterkust allra svana. Stofnstærð íslenskra álfta er áætluð 9000 fuglar að haustlagi og að þá hafi tæp 20% þeirra verið varpfuglar. Álftin dreifist um mýrlendi heiða og láglendis að sumarlagi, en þeir 1-2 þúsund fuglar sem (rtáeni h w Urtönd (saurönd): Minnst anda. Fljúga lágt. Kollur blikans rauðbrúnn, um auga og aftur um vanga grænn geiri bryddaður hvítu, á axlafjöðrum hvít rák. mýrum. Með skoltjöðrum er sáld, sem nýtist við fóðuröflun, er gráendur sulla í yfirborðinu eða í botnleðju. Þær steypa sér á koll undir vatnsborðið og teygja Goggur og fætur blágrá. Kollan brúngulflikrótt. Speglar beggja sterk gljáandi grænir, jaðrar svartir, bryddaðir hvítu. Rauðhöfði (morblesi): Goggur stuttur, nögl svört og hnöttótt höfuð. Spegill grænn, svartur aftast. Höfuð UaFandut — gogginn niður í botngróðurinn og beita nöglinni, fremsta hluta goggsins og goggjöðrunum til þess að rífa upp og slíta gróður. Meðal kollsteypan varir busla endurnar í yfirborðinu með fótunum. Við styggð geta buslendur kafað og þá eru ungar þeirra fimir kafarar. Tvö önnur einkenni flokksins eru: við flugtak hefja V'canasptQlaf blikans dökkbrúnt, nema enni og kollur rjómagult. Kollan ryðrauðari en kolla stokkandar. Þökur axlfjaðra hvítar. Glöggt einkenni tegundarinnar. Kafevtduy- fuglarnir sig leiftursnöggt beint upp án tilhlaups; á armflugfjöðrum er glöggt afmarkaður ferhyrndur reitur, vængspegill kallaður, fagurlega skreyttur hvítum, bláum eða grænum lit, sem oft slær á málmgljáa. Stokkönd (grænhöfði-stóra gráönd): Karlfugl með grænt höfuð, hvítt hálsband. Kvenfugl jafn brúnan fjaðurham, hálsband fölara. Nef beggja gul, nögl dekkri, gul-rauðir fætur, vængspeglar bryddaðir hvítu og svörtu Gargönd (litla gráönd): Grennri og minni en stokkönd. Goggur grár. Fætur sterk rauðgulir. Spegill hvítur. Stélþökur svartar. Kviður hvítur. Bliki hefur silfrað 36 Skinfaxi 1. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.