Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1986, Síða 7

Skinfaxi - 01.02.1986, Síða 7
Það er í uppsveiflu spjallað við Sigrúnu Lárusdóttur _______________ Texti og mynd: Guðmundur Gíslason Stundum kemurþað fyrir að félög sofna um stundar sakir eða jafnvel deyja alveg, en það er sem betur fer ekki oft. Eittþeirra félaga er hafa blundað aðeins undanfarin ár er Umf. Haukur í Leirár og Melasveit. Til að forvitnast aðeins um stöðu félagsins 1 dag ræddi undirritaður við ritara þess Sigrúnu Lárusdótttur áþingi UMSB fyrir skömmu. Hvað erfélagið orðið gamalt? Það varð 75 ára um daginn. En hefur verið í einhverri lægð að undanfömu 7 Já, en er í mikilli uppsveiflu núna Hver hafa verið helstu verkefni þess? Undanfarin ár hafa það aðallega verið þorrablót, góugleði og spilakvöld. íþróttir hafa verið mjög takmarkað, þá einkum á vegum skólans í sveitinni en ekki beint á vegum félagsins. Við erum nýbúin að skipa ýmsar íþróttanefndir og ætlum að reyna Litli Bergþór Ungmennafélag Biskupstungna gefur út blað er heitir Litli Bergþór, og koma út 3-4 blöð á ári. Blað þetta er hið skemmtilegasta bæði hvað útlit og efni varðar. í því eru sögur, viðtöl, vísur og margt fleira. Þá er blaðið sem er offsetfjölritað mjög skemmtilega og vel upp sett, en það er alveg unnið af ritnefnd nema fjölföldunin. Til gamans birtum við héma tvær vísur úr 3. tbl. 6. árg. Leirulækjar Fúsi var eitt sinn ungur látinn gæta bams og söng þá yfir því: Varastu þegar vits færð gætt til vonds ei legðu hendur. Það er gervallt þjófaætt það sem að þér stendur. Faðir þinn var furðu hvinn, frændur margir bófar. Ömmur báðar og afi þinn, allt voru þetta þjófar. að fá leiðbeinendur frá UMSB. Hægt er að stunda flestar íþróttir held ég nema þá sund, og er borðtennis mjög vinsæl. Það er þokkalegur íþróttavöllur við skólann. Eru margirí félaginu ídag? Ég veit það ekki alveg, en það er verið að endurvinna félagaskránna, þetta er búið að vera það lengi í lægð. Reyndar mættu nú ekki nema 39 á endurreisnarfundinn um daginn. Þið ætlið að vera með félagsmálanámskeið á næstunni. Já við ætlum að reyna að koma einu á núna í mars og höfum rætt við UMFÍ um að fá leiðbeinanda frá þeim. Og er það einn þátturinn í því að koma félaginu af stað aftur. Er þá mikill áhugi núna að vekja félagið upp af svefninum ? Já það virðist vera, en maður veit ekki hvað verður þegar á hólminn er komið. Þetta er í fyrsta skipti er félagið dettur svona niður, en það gerðist alveg óvart. Sigrún ég þakkar þér kærlega fyrir spjallið og vona að ykkur gangi vel að lífga félagið við aftur. Eins og þeir er lesa blaðið hafa tekið eftir, hefur verið í tveimur síðustu tbl. smá ljósmyndagetraun. Þar höfum við birt tvær ljósmyndir í hvort sinn af einhverjum þekktum mönnum í hreyfingunni, og hafa þær myndir gjaman verið teknar fyrir mörgum árum eða við einhverjar óvenjulegar aðstæður. Verðlaunum var heitið fyrir rétt svör er bærust, en eitthvað virðast lesendur vera ómannglöggir eða pennalatir nema hvort tveggja sé, því lítið af svörum hefur borist. Þó barst rétt lausn á síðustu getraun frá Helenu. S. Þráinsdóttur, Oddakoti,^ Austur-Landeyjum, og munum við senda henni sögu UMFÍ "Ræktun lýðs og lands" um leið og við þökkum henni fyrir þátttökuna. Rétt lausn á síðustu getraun var A. Diðrik Haraldsson stjómarmaður í UMFÍ og B. Hörður S. Óskarsson starfsmaður UMFÍ. Þar sem lítil sem engin þátttaka hefur verið í þessum leik okkar munum við hvíla hann að sinni, nema við fáum áskorun um annað. Skinfaxi 1. tbl. 1986 7

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.