Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 38
V ísnaþáttur Skinfaxa í síðasta þætti sendi Brynjólfur Bergsteinsson "boltann" til Víkings Gíslasonar, Amórsstöðum, Jökuldal með eftirfarandi fyrri pörtum: Oft er glatt á góðrí stund gasprað satt og logið. Hraustur sveinn erheimsins yndi hvað er betra en fagur svanni. f æskufólki orkan býr og auðlegð þjóða. Víkingur hefur nú botnað og svona líta vísumar út hjá honum: Oft er glatt á góðrí stund gasprað satt og logið. Brynjólfur með létta lund löngum getur fiogið. Hraustur sveinn er heimsins yndi hvað er betra en fagur svanni. Einnig þarfað ieika íiyndi lánið til að skemmta manni. í æskufólki orkan býr og auðiegð þjóða. Best að kasta fomum fýr fyrirróða. Að sjálfsögðu tóku fleiri þátt í leiknum og V.Þ.S. sendir eftirfarandi: Oft er glatt á góðrí stund gasprað satt og logið. Hefurmörg á mannafund merkissagan smogið. Hraustur sveinn er heimsins yndi hvað er betra en fagur svanni. Mörg að þessu meyjan myndi miklu framarstanda manni. í æskufólki orkan býr og auðlegð þjóða. Efhana ekki eiturknýr ætti hún margt að bjóða. Meðal fyrripartanna hefur verið sá siður að einn byði uppá hringhendu og svo var einnig að þessu sinni, en þeir Víkingur og V.Þ.S. nýttu sér ekki þann möguleika. J.S. gamall og tryggur vinur þáttarins lét þetta hinns vegar ekki fara framhjá sér, fremur en venjulega. Hann fer á kostum eins og oft áður og sendir þetta: Oft er giatt á góðrí stund gasprað satt og iogið. Stikað hratt á stúlku fund stritið hvatt og flogið. Hraustur sveinn er heimsins yndi hvað er betra en fagur svanni. Sem að einn ég úti finndi ólmann íað kynnast manni. í æskufólki orkan býr og auðlegð þjóða. Alltaffinnst mér andblærhiýr ungra ljóða. Víkingur sendi ekki fyrriparta svo það má segja að þessari lotu á austfjörðum sé lokið. Austfirðingar hafa sent boltann á milli sín í fjórum síðustu þáttum og staðið sig með prýði. Við finnum okkur því nýtt fórnarlamb og sendum Steinþóri Þráinssyni, skólastjóra Laugaskóla fyrriparta, til að botna. Honum er svo ætlað að senda "boltann" á ákveðið nafn með þremur nýjum fyrripörtum. Efrata norðurrétta leið röð af fyrripörtum. Og botnum reynistgatan greið við góðum vísum skörtum. Landsmót halda seggirsenn slíku valda þessir. Þegar vorar virðist mér verkin léttarganga. Bæði voru bísna heit og bióðið nærri suðu. "Boltinn" er þar með kominn til norðanmanna og ekki er í kot vísað, þar sem stórskáld munu vera nánast á hverjum bæ í Þingeyjarsýslu eftir því sem einn þeirra tjáði mér fyrir skömmu. Góða skemmtun. Með bestu kveðjum Asgrímur Gíslason 38 Skinfaxi 1. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.