Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 33
Hvenær fóru ljósmyndir að birtast í rítinu? Þær byrjuðu strax að koma á þríðja árinu um leið og farið var að prenta. En við höfum alltaf látið prenta ritið hjá Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Við höfum verið mjög heppnir með ljósmyndir því Björn Bergmann sem er nýlátinn tók mikið af myndum og var alltaf mjög mikill stuðningsmaður við rítið bæði með myndir, efni og einnig prófarkalestur. Þá hefur Unnar Agnarsson sem lengi hefur starfað í ritnefnd verið ötull við að taka myndir í ritið, bæði á forsíður og inn í það. Þið hafið þá verið mjög stórhuga í upphafi? Þetta gekk vonum framar, því maður bjóst ekki við að því yrði eins vel tekið og raun varð á. En við tókum strax upp í ritinu stuttar fréttir úr héraðinu ásamt ýmsum föstum þáttum eins og um veðríð á liðnu ári. Og nú á seinni árum, Já í nokkuð mörg ár höfum við Uirt stutta grein um alla þá er látist hafa í héraðinu á árinu sem Prestamir hafa oftast skrifað fyrir °kkur, þá birtum við líka myndir af viðkomandi. Og nú í dag eru líklega komin um 400 æviágrip í ritinu frá því við byrjuðum með þau. Hefur rítið alltaf verið í Þessu broti? Já, það hefur alltaf verið í þessu broti nema tveir fyrstu árgangarnir er voru fjölritaðir. En við höfum látið endurprenta þá ásamt fleirum, þannig að allir eru nú í sama brotinu. Hvert er upplag ritsins nána? Það hefur stöðugt verið að aukast ?§ er nú komið í 1500 eintök. Við höfum lengi haft allmarga fasta áskrifendur að ritinu er fá það sent um leið og það kemur út. ^yað er rítið margar síður? ^ðasti árgangur er var nú Skinfaxi 1. tbl. 1986 sérstakur afmælisárgangur var sá stærsti, hann var 327 bls. fyrir utan auglýsingar. En við höfum allltaf haft svolítið af þeim, en aldrei dreift þeim inn í efnið. Þetta eru orðnar nokkuð margar síður frá upphafi eða 4844 á 25 árum. Og það hefur komið efni eftir um 300 höfunda, og það sem kannski er einna ánægjulegast við þetta, er að þama hafa komið fram margir sem kannski myndu annars aldrei hafa skrifað, og þar með hefur ýmiss fróðleikur verið varðveittur frá gleymsku. Nú hefur rítið frá upphafi veríð gefið út af USAH. Já! það var nú eiginlega mín hugmynd að ungmennasambandið gæfi það út, því ég taldi að þá myndi það frekar lifa. Ég var ritari sambandsins þegar við byrjuðum á þessari útgáfu, en samstarfsmaður minn í byrjun var Þorsteinn Matthíasson skólastjóri á Blönduósi. Hvemig vinnið þið rítið? Við vinnum það þannig að ritnefndin kemur saman á nokkra fundi og þá venjulega á kvöldin og vilja fundimir gjaman dragast til 2-3 á nóttunni. Því þetta eru yfirleitt vinnufundir þar sem við förum yfir efnið búum það til prentunar eða prófarkalesum. Síðan sendum við efnið í prentsmiðjuna og fáum það aftur og förum yfir prófarkirnar. Svo þegar komið er að lokasprettinum förum við til Akureyrar í prentsmiðjuna og lesum í síðasta sinn yfir. Þá gjaman gistum við eina nótt á Akureyri og er það eini kostnaðurinn vegna ritnefndar. Oft hafa vísur orðið til við vinnu ritsins og koma hér nokkrar. Einu sinni komst sr. Hjálmar Jónsson þá prestur í Bólstað og ritnefndarmaður ekki á fund en hringdi þessa vísu: / éljagangi jagast þeir Jóhann, Bjöm og Unnar. Býsnastyfir ljóðaleir og lesa greinar þunnar. Höfum stundum verið seinirmeð efhi. Litlu síðar sama kvöldið svarar Jóhann Guðmundsson Holti fyrir hönd ritnefndar: Þú ert klerkur kátur, hress kenna viltoss lítið vers. Það erlíkt og þrettán fress þetta yrki, vertu bless. Og gengu fleiri vísur á milli þetta kvöld þó þær séu ekki birtar héma. Sér ritnefndin alveg um rítið ? Nei! það em aðrir aðilar er sjá um dreifingu og innheimtu, bæði á auglýsingum og ritinu. Annars er aðaltími ritnefndar við ritið frá áramótum og fram í apríl er það kemur út. Og þá eru oft vikulegir fundir. Hvernig gengur með næsta rít? Ágætlega, það er töluverður hluti af því farinn til Akureyrar í setningu, en þó er talsvert eftir eins og fréttir, og greinar er við vitum um að eiga eftir að koma. Þó við höfum stundum verið seinir með efni hefur aldrei brugðist að það kæmi ekki út á réttum tíma, nema einu sinni er það drógst aðeins. Þetta tækist ekki svona vel nema vegna þess að þetta hefur alltaf verið góður, áhugasamur og samhentur hópur er hefur unnið að ritinu. Jæja Stefán ég þakka þérkærlega fyrir þetta stutta spjall og óska ykkur góðs gengis með Húnavökuna. 33

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.