Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 3
Eins og lesendur sjá hefur blaðið tekið nokkrum breytingum í útliti og einnig hvað efni varðar. Því spyrja eflaust margir hvort þörf hafi verið á þessum breytingum, því er fljót svarað með jái. Fyrir utan þessar breytingar þá höfum við tekið upp nýja tækni við vinnslu blaðsins. Keypt hefur verið öflug og fjölhæf tölva ásamt laserprentara, en með þessum tækjum setjum við blaðið og límum upp hér á skrifstofunni. Þetta hefur í för með sér breytt vinnubrögð við vinnslu blaðsins ogspamað. Þetta hefur seinkað útkomu þessa blaðs þarsem tíma tekur að venjast nýjum tækjum og vinnubrögðum. Þá hefur efni breyst nokkuð og á eftir að breytast meira þ.e. að verða fjölbreyttara. Nýrþátturhefur bæstíhópinn og er það þáttur um popp, en íþeim fyrsta errætt við Eirík Hauksson söngvara. Nokkrar umræður hafa orðið um að leggja niðurþætti sem búnir eru að vera fastir í blaðinu lengi eins og skák- brids- og vísnaþáttinn. Væri mjög gott að heyra frá lesendum um þetta atriði. Nú þá fylgir blaðinu smá veggmynd afKristjáni Arasyni handboltamanni, en þessi veggmynd er um leið áskorun tíl þeirra er reykja að hætta því. Viðtölum hefur fjölgað í blaðinu og er m.a. rætt við forsætísráðherra, þá hefur uppsetning breyst nokkuð fráþví verið hefur. Nú er það spurningin hvort lesendum líkar þessar breytíngar, og værí gott að heyra eitthvað um það. íslandiallt Guömundur Gíslason I blaðinu ier •j o n q v* ij; ú ö 0 5 i meðal annars: Þeir kölluðu mig "Big Red" Staldrað við í Laugaskóla. Með heila eins og fótbolti í laginu 19. Landsmót UMFÍ. L U.'jIm HM í handknattleik. "SKÍNFÁXÍ 77. árg. 1. tbl. 1986 386553 Útgefandi: Ungmennafélag Islands - Ritstjóri: Guðmundur Gíslason - Stjórn UMFf: Pálmi Gíslason formaður, Þóroddur Jóhannsson varaformaður, Þórir Jónsson gjaldkeri, Bergur Torfason ritari, meðstjórnendur: Dóra Gunnarsdóttir, Guðmundur H. Sigurðsson, Diðrik Haraldsson - Afgrciðsla Skinfaxa: Skrifstofa UMFÍ Mjölnisholti 14, sími:91-14317 - Sctning og umbrot: Skrifstófa UMFÍ - Filmu og plötugerð: Prentþjónustan hf. -Prentun: Prentsmiðjan RUn sf.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.