Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.02.1986, Blaðsíða 5
kringlukasti, og þótti gott, þótt ekki þætti það mikið nú á dögum. Til gamans get ég sagt frá því, að þarna fékk ég viðumefnið "Big red'. Hefurðu fylgst með störfum ungm enn afélagshreyfingarinn ar ? Já, að sjálfsögðu hef ég það, þó ég hafi reyndar aldrei verið í ungmennafélagi °g KR sé eina íþróttafélagið, sem ég hef gengið í. Ég lærði ungur vel að meta þátt ungmennafélaga í að efla íþróttir, einnig hlut þeirra í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Ég trúi því, að þau hafi orðið ungum mönnum og konum sú hvatning sem dugði til að endurheimta sjálfstæðið, og enn í dag virði ég það mikilsverða starf sem þessi hreyfing vinnur þjóðinni. Telurðu ungmennafélög enn eiga hér félagslegu hlutverki að gegna? Alveg vafalaust. Þó að ekki þurfi lengur að brýna það fyrir ungu fólki, að Islandi sé allt, má það þó heldur aldrei gleymast. Starf ungmennafélaganna hefur breyst, en er ekki síður nauðsynlegt nú en áður til að hvetja til útivistar og íþróttaiðkana. émm ÆiSíííííííLWSÍiíJiS:::?: 1 liilÍl "...hef aldrei komið á Landsmót' Hefurðu verið á landsmóti UMFÍ? Nei, en það er sannarlega kominn tími til. Það sem mér finnst ánægjulegast að sjá innan ungmennafélaga er hinn mikli fjöldi ungra manna og kvenna sem leggja rækt við íþróttir, en þó að þar hafi orðið til afreksmenn, eru það ekki þeir einir sem em stolt félaganna, heldur öll heildin. Okkur í UMFÍ finnst við stundum afskiptir, þegar kemur að úthlutun á fjárlögum. Hvað hefur þú um það að segja? Ég skil það að mörgu leyti vel. Oft vill svo fara, að litið er á Iþróttasamband íslands sem einu heildarsamtökin fyrir þessi mál hér á landi. Að vísu hafa oft verið í fjárveitingamefnd skilningsríkir menn, sem hafa úthlutað viðbót til UMFÍ um leið og ÍSÍ. Hins vegar er upphaflega fjárveiting til ÍSÍ alltaf hærri en til ungmennafélaganna. Ég man að Vilhjálmur Hjálmarsson hafði áhyggjur af þessu, þegar hann var menntamála- ráðherra.Trúlega miðast fjárveiting til ÍSÍ oft við kostnað þeirra af keppnisferðum til annarra landa, og eins vilja margir halda því fram, að þeirra rekstur sé kostnaðarsamari. Ekki þori ég þó að dæma um það. Nú hefur enn dregið sundur með þessum tveim samtökum, hlutur UMFÍ hefur hækkað um 25 % en hlutur ÍSÍ aftur á móti um 32 %. Ég sé nú ekki samræmið í því. En óneitanlega var fyrrverandi fjármálaráðherra afar hliðhollur starfsemi ÍSÍ, og sjálfsagt hefur hann gert betur við þá en áður hefur tíðkast. Finnst þér fjárveitingar umfram fjárlög eiga rétt á sér? Já, en í algjörum undantekningum og aðeins ef eitthvað það ber upp á, sem breytir öllum grundvelli fjárlaga. Vera kann að fyrrverandi fjármálaráðherra hafi þar gengið lengra en góðu hófi gegndi. mm ...verið hógværarí en ÍSÍ i Samkvæmt kennsluskýrslum 1984 eru 49 af hundraði allra íslendinga, sem íþróttir stunda, starfandi innan ungmennafélaga. Ekki virðast fjárveit- ingar í samræmi við þá tölu? Trúað gæti ég að UMFÍ væri eitthvað hógværara í kröfum en ÍSÍ. Þó segi ég það ekki ÍSÍ til lasts, oft er réttlætanlegt að sækja fast gott málefni. Því er oft haldið fram að ungmennafélögin séu meiri grasrótarhreyfing, en ÍSÍ hafi svo mikla fjárþörf, sem raun er á, vegna kostnaðarsamra utanlandsferða til að gera sig gildandi á alþjóðamótum. En ég hef oft sagt, og segi enn, að það besta sem ríkisvaldið getur gert til að efla heilbrigt mannlíf og stemma stigu við áfengis- og vímuefnaneyslu meðal ungs fólks, sé að styrkja fjárhagslega sem mest það má allar íþróttahreyfingar. Og ekki má gleyma öllum þeim íþróttamannvirkjum, sem komið hefur verið upp hér á landi á síðustu áratugum. Eru líkur á að frumvarpið um Lotto verði bráðlega afgreitt frá Alþingi? Já, ég sé ekki ástæðu til að ætla annað. Ég hef enga andstöðu heyrt við það, aftur á móti heyri ég menn lýsa ánægju með það samkomulag. Telur þú rétt að leggja svo mikla áherslu á keppnisfþróttir sem raunin er? Ég tel rétt að aðal áherslan sé á almenningsíþróttum, en raunar eru engir líklegri til að hvetja fjöldann til að iðka íþróttir en afreksmennimir. Þeirra hlutverk er því stórt. Hvaða ósk átt þú besta til handa ungmennafélögum ? Þar sem ég tel þessa starfsemi hafa verið ótrúlega mikilvæga og trúlega aldrei metna að verðleikum, vil ég óska þess að hún megi eflast og ná til sem allra flestra. Sjálfur vildi ég óska mér að eiga þar þátt í með því liði sem ég er fær um að leggja. Um leið og ég þakka þér, forsætisráðherra, fyrir samtalið, óska ég þérallshins besta. Guðmundur Gfslason Skinfaxi 1. tbl. 1986 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.