Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1987, Side 6

Skinfaxi - 01.12.1987, Side 6
Molar Hér annars staðar í blaðinu er sagt frá góðum árangri 1. deildarliðs UIA í körfuknattleik karla. Þeirra helstu andstæðingar er Tindastóll frá Sauðárkróki. Eins og UÍA menn, hefur Tindastóll ekki tapað leik til þessa og stefnir í einvígi milli þessara tveggja liða um sigur í 1. deildinni. Til þess að halda nú jafnvægi á toppnum, birtum við hér mynd af Tindastólsmönnum. Ungmennasam- band Borgarfjarðar stendur í stórræðum þessa dagana á sextugsafmælinu sínu. Eins og sagt er frá annars staðar hér í blaðinu héldu þeir heilmikla íþróttahátíð í Borgarnesi fyrir nokkru. Nú eru þeir hins vegar komnir í blaðaútgáfu ásamt Neytendafélagi Borgarfjarðar og verkalýðsfélögunum í Borgarnesi. Fyrsta tölublaðið (Borgfirðingur) er þegar komið út og annað er á leiðinni. Það er framkvæmdastjóri UMSB, Ingimundur Ingimundar- son, sem er driffjöðurin í blaðinu og ritstjóri þess. Ingimundur sagðist í samtali við Skinfaxa vera mjög bjartsýnn á tilvist blaðsins, það væri ekkert í líkingu við Borgfirðing í héraðinu og þörfin væri mikil... Völsungur áHúsavfkhefur ráðið Aðalstein Aðalsteinsson til sín í hálft starf sem framkvæmdastjóra félagsins. Aðalsteinn mun einnig leika með Völsungi í 1. deildinni í knattspyrnu á næsta sumri en hann er nú að ná sér af þeim meiðslum sem hann varð fyrir í upphafi keppnistímabilsins í fyrra. Aðsetur framkvæmdastjórans verður í Völsungsherberginu í Félagsheimili Húsavíkur. Þar verður hann til viðtals á mánudögum og föstudögum frá 10.30 til 12.00 og á miðvikudögum frá 17.00 til 19.00... Frá usvs . “Einsogflestirvita sjálfsagt þá hefur mörg undanfarin ár verið aðeins einn íþróttavöllur í sýslunni sem stendur undir nafni, og það er völlurinn í Vík. En nú verður væntanlega breyting á því næsta ár, þar sem tveir vellir eru nú að komast á lokastig og verða vonandi tilbúnir fyrir mót næsta sumar. Það er völlur Umf. Armanns á Klaustri, og völlur Umf. Dyrhólaeyjar við Pétursey. Þetta kemur til með að breyta aðstöðu þessarra félaga geysilega mikið til hins betra, og vonandi verður það til þess að efla íþróttastarfið á þessum stöðum. Kleifavöllur, en það heitir völlur Armenninga, var notaður fyrir knattspyrnuleiki nú í sumar og síðasta sumar einnig, en hlaupabrautir eru ekki tilbúnar ennþá. Að sögn Hjartar Vigfússonar formanns Ármanns stendur á því að gera lokaprófun á yfirborðsefni í brautirnar, og ein- nig því að Hagur er ekki búinn að smíða hringinn sem afmarkar brautirnar frá fótboltavellinum. í haust verður væntanlega gengið frá kasthringjum og gryfju ef einhver mannskapur fæst í vinnu við það. “Fótboltavöllurinn var tyrfður síðasta sumar, og efni verður keyrt í brautirnar í haust ef veður leyfir”, sagði Guðný Sigurðardóttir formaður Dyrhólaeyjar um vallarframkvæmdir þeirra við Pétursey. Einnig er búið að ganga frá kasthringjum og langstökksgryfju, og áætlað er að hefja byggingu á 40 fermetra 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.